„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 06:53 Ef horft er út um stofugluggana blasir ekkert við nema útveggur vöruhússins og svona er útsýnið af svölunum. Vísir/Bjarni „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent