Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 10:57 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra, í það minnsta þessa stundina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sér þætti skemmtilegt að sitja í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur flokkum“. Þar vísar hann til Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem funda nú stíft um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira