Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar 13. desember 2024 12:30 Óumdeilt er að allir Íslendingar eru miklir dýravinir. Margir hafa auk þess mikla ástríðu fyrir dýraverndinni. Ég er einn af þeim. Mín ástríða er svo mikil að ég tileinkaði laganámi mínu, 6 árum m.a. dýravernd. Meistararitgerð mín í lögfræði fjallar um dýravernd og var það frumkvöðlaverkefni á því sviði undir leiðsögn frábærs leiðbeinanda. Hygg nú á doktorsnám í þessum fræðum því erlendis er réttarsviðið að komast á þann stað að dýraréttindi er farin að banka upp á sem jafn mikilvæg og mannréttindi. Ég held að áhugi minn hafi kviknað þegar ég var ennþá bleyjubarn og móðir mín hvatti mig, með mig í fangi sínu, að strjúka lambi sem Markús nokkur, kunnur fjárbóndi í miðbæ Hafnarfjarðar hafði ræktað. Afi minn Gunnlaugur Stefánsson, stórkaupmaður í Hafnarfirði var líka fjárbóndi og var ég mikið með honum og fé hans. Dýravinskapur er mjög mikil dyggð Að skilgreina sig sem dýravin fylgir ábyrgð. Ábyrgðin felst í, að bera bera virðingu fyrir dýrum í hugsun, orði og verki. Sá sem hefur tilfinningu fyrir að njóta nærveru dýra, vill alls ekki kveðja þá nærveru. Sú nærvera getur verið svo ólýsanlega andlega gefandi að það er ómögulegt að lýsa henni. Hún er líka líkamlega gefandi. Fátt finnst mér skemmtilegra en að vera með hunda mína á gangi fjarri mannabyggð og fylgjast með þeim. Að koma í ilmandi fjár- eða hesthús er einstakt. Fjós heilla mig ekkert, þar er undirliggjandi sorgin ein, en ósýnileg. Dýravinskapurinn er svo öflugur að hann hjálpar jafnvel sjúkum. Nærvera sem getur haft miklu meira gildi og jafnvel betri áhrif en nærveran við manninn. - Þetta er mín reynsla! Allt sem gera þarf til að njóta alls þessa er að sýna dýrum auðmýkt og setja sig eins vel og hægt er í sömu spor þeirra, reyna að skilja þau og þarfir þeirra, þá kviknar neisti sem ekki er hægt að slökkva, maður vill ekki slökkva hann, maður vill meira. Dýrin veita okkar skilyrðislausa gleði. Óáreitt Í virðingu við dýr felst t.d. að leyfa dýrum að lifa óáreitt af manninum í sínum kjöraðstæðum. Það felst líka virðing í að enda ævi þeirra með mannlegum mætti þegar líf þeirra er orðið óbærilegt. Það felst ekki virðing í því að aflífa dýr sér til skemmtunar eða til matar, nema á harðbýlustu svæðum veraldar til matar. Það er t.d. visst ábyrgðaleysi og gríðarlegur tvískinnungur dýravinarins að leggja sér hold af dýri til munns og klappa samtímis gæludýri sínu við matarborðið. Í þvi félst hvorttveggja í senn virðingarleysi og mismunun og þannig gjaldfellir dýravinurinn skilgreiningu sína á sjálfum sér að vera dýravinur. Það sé ykkur til fæðu Íslendingar eru kristin þjóð, flestir fermdir og mjög margir rækta sína trú af dugnaði enda hafa fermdir staðfest loforð sitt um samfylgd við Guð. Ein af fyrstu fyrirmælum hans er að finna í sköpunarsögunni. Þegar hann skapað sáðjurtir og fræ sagði hann: það sé ykkur til fæðu. Trúin leggur mjög mikla áherslu á dýravernd. Kaþólska kirkjan gerði t.d. heilagan Frans frá Assisí að verndardýrlingi dýra. Að komast á þann stall innan stærstu kirkju heims, er ekki ókeypis. Gríðarlega langur aðdragandi er að því, sönnunarferillinn langur og rökstuðningurinn ítarlegur. Ver ei hryggur á fæðingarhátíð frelsara vors Jesú Krists Nú er í gangi mikill og flottur áróður ákveðins hóps dýraverndarsinna um að hafna hamborgarhryggnum um jólin og eflaust í þeirri von að sú höfnun verði ævarandi og smiti rækilega út frá sér. Hinn vel meinti áróður hinna fyrrnefndu kemur auðvitað alltof seint, þúsundum grísa var slátrað í haust og eru löngu komnir í frysti. Viðleitnin er samt góð. Tímasetning mín með þessum skrifum er úthugsuð. Nú koma þeir dagar sem jólabörnin huga að matarinnkaupum og reyni ég að hafa áhrif á. Að hryggnum og öðrum dýraafurðum verði hafnað. Hold af þjáðu dýri getur ekki verið gleðigjafi. Fyrir um tíu árum síðan þegar ég stóð aleinn í skrifum fyrir grísina í miðlum landsins tímasetti ég mig af mikilli nákvæmni og í takt við plön svínakjötsframleiðenda í þeirri von að minnka álagið á aumingja gylturnar í sínum ömurlegu aðstæðum á Íslandi. Á sama tíma og þessi áróður fyrir eina dýrategund er í gangi fallar aðrar gleymsku, það finnst er óafsakanleg mismunun og óréttlátt. Kalkúnar, lömb, hreindýr, alls kyns fiskur allt dýr með þjáningargöngu að baki. Afurðir mjólkurkúa, sem ganga langa þjáningagöngu ár eftir ár, þvingaðar til að verða þungaðar svo ostar og ísar séu í boði um hátíðarnar á borðum landsmanna. Ég er talsmaður þeirra allra þessara dýra með þessum skrifum og finnst óþolandi að þau séu skilin eftir. Lambið gekk frálst í haga en Gyrðir Elíasson hefur lýst því í einu kvæða sinna hvaða þjáningu það upplífði í sláturhúsinu, eins og öllu önnur dýr sem þar lenda. Kalkúnninn þurfti að þola sömu aðstæður og grísirnir og mæður þeirra, kýrnar eru sæddar ár eftir ár til að verða þungaðar af kálfi, sem dregin er frá þeim og sendur í sláturhús. Mjólkin er síðan soguð út úr kúnni svo hægt sé að framleið osta, ísa og þessa gagnslausu mjólk sem maðurinn sötrar í sig. Eina gagn mjólkurinnar er líklega þegar maðurinn er að jafna sig eftir timburmenn. Ég vil að dýraverndinni sé sýnd kurteisi og virðing og í því felst að öll dýr njóti hennar ekki einungis ein tegund. Dýravernd allra dýra er í andanna jólanna en einhversstaðar í hinni heilögu ritningu segir að Jesú hafi unnið fyrir alla, allt til sinna minnstu bræðra og systra. Guðfræðin túlkar það með þeim hætti að þar sé hann líka að vísa til dýranna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vernd okkar hefur borið mikinn árangur á síðasta áratug, höldum henni áfram. Læt litla grísinn í heimilda og áróðursmynd Animals Australia sem fór eins og eldur um sinu fyrir nokkrum árum eiga síðasta orðið í þessum tengli. Sérstaklega vandað efni. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að allir Íslendingar eru miklir dýravinir. Margir hafa auk þess mikla ástríðu fyrir dýraverndinni. Ég er einn af þeim. Mín ástríða er svo mikil að ég tileinkaði laganámi mínu, 6 árum m.a. dýravernd. Meistararitgerð mín í lögfræði fjallar um dýravernd og var það frumkvöðlaverkefni á því sviði undir leiðsögn frábærs leiðbeinanda. Hygg nú á doktorsnám í þessum fræðum því erlendis er réttarsviðið að komast á þann stað að dýraréttindi er farin að banka upp á sem jafn mikilvæg og mannréttindi. Ég held að áhugi minn hafi kviknað þegar ég var ennþá bleyjubarn og móðir mín hvatti mig, með mig í fangi sínu, að strjúka lambi sem Markús nokkur, kunnur fjárbóndi í miðbæ Hafnarfjarðar hafði ræktað. Afi minn Gunnlaugur Stefánsson, stórkaupmaður í Hafnarfirði var líka fjárbóndi og var ég mikið með honum og fé hans. Dýravinskapur er mjög mikil dyggð Að skilgreina sig sem dýravin fylgir ábyrgð. Ábyrgðin felst í, að bera bera virðingu fyrir dýrum í hugsun, orði og verki. Sá sem hefur tilfinningu fyrir að njóta nærveru dýra, vill alls ekki kveðja þá nærveru. Sú nærvera getur verið svo ólýsanlega andlega gefandi að það er ómögulegt að lýsa henni. Hún er líka líkamlega gefandi. Fátt finnst mér skemmtilegra en að vera með hunda mína á gangi fjarri mannabyggð og fylgjast með þeim. Að koma í ilmandi fjár- eða hesthús er einstakt. Fjós heilla mig ekkert, þar er undirliggjandi sorgin ein, en ósýnileg. Dýravinskapurinn er svo öflugur að hann hjálpar jafnvel sjúkum. Nærvera sem getur haft miklu meira gildi og jafnvel betri áhrif en nærveran við manninn. - Þetta er mín reynsla! Allt sem gera þarf til að njóta alls þessa er að sýna dýrum auðmýkt og setja sig eins vel og hægt er í sömu spor þeirra, reyna að skilja þau og þarfir þeirra, þá kviknar neisti sem ekki er hægt að slökkva, maður vill ekki slökkva hann, maður vill meira. Dýrin veita okkar skilyrðislausa gleði. Óáreitt Í virðingu við dýr felst t.d. að leyfa dýrum að lifa óáreitt af manninum í sínum kjöraðstæðum. Það felst líka virðing í að enda ævi þeirra með mannlegum mætti þegar líf þeirra er orðið óbærilegt. Það felst ekki virðing í því að aflífa dýr sér til skemmtunar eða til matar, nema á harðbýlustu svæðum veraldar til matar. Það er t.d. visst ábyrgðaleysi og gríðarlegur tvískinnungur dýravinarins að leggja sér hold af dýri til munns og klappa samtímis gæludýri sínu við matarborðið. Í þvi félst hvorttveggja í senn virðingarleysi og mismunun og þannig gjaldfellir dýravinurinn skilgreiningu sína á sjálfum sér að vera dýravinur. Það sé ykkur til fæðu Íslendingar eru kristin þjóð, flestir fermdir og mjög margir rækta sína trú af dugnaði enda hafa fermdir staðfest loforð sitt um samfylgd við Guð. Ein af fyrstu fyrirmælum hans er að finna í sköpunarsögunni. Þegar hann skapað sáðjurtir og fræ sagði hann: það sé ykkur til fæðu. Trúin leggur mjög mikla áherslu á dýravernd. Kaþólska kirkjan gerði t.d. heilagan Frans frá Assisí að verndardýrlingi dýra. Að komast á þann stall innan stærstu kirkju heims, er ekki ókeypis. Gríðarlega langur aðdragandi er að því, sönnunarferillinn langur og rökstuðningurinn ítarlegur. Ver ei hryggur á fæðingarhátíð frelsara vors Jesú Krists Nú er í gangi mikill og flottur áróður ákveðins hóps dýraverndarsinna um að hafna hamborgarhryggnum um jólin og eflaust í þeirri von að sú höfnun verði ævarandi og smiti rækilega út frá sér. Hinn vel meinti áróður hinna fyrrnefndu kemur auðvitað alltof seint, þúsundum grísa var slátrað í haust og eru löngu komnir í frysti. Viðleitnin er samt góð. Tímasetning mín með þessum skrifum er úthugsuð. Nú koma þeir dagar sem jólabörnin huga að matarinnkaupum og reyni ég að hafa áhrif á. Að hryggnum og öðrum dýraafurðum verði hafnað. Hold af þjáðu dýri getur ekki verið gleðigjafi. Fyrir um tíu árum síðan þegar ég stóð aleinn í skrifum fyrir grísina í miðlum landsins tímasetti ég mig af mikilli nákvæmni og í takt við plön svínakjötsframleiðenda í þeirri von að minnka álagið á aumingja gylturnar í sínum ömurlegu aðstæðum á Íslandi. Á sama tíma og þessi áróður fyrir eina dýrategund er í gangi fallar aðrar gleymsku, það finnst er óafsakanleg mismunun og óréttlátt. Kalkúnar, lömb, hreindýr, alls kyns fiskur allt dýr með þjáningargöngu að baki. Afurðir mjólkurkúa, sem ganga langa þjáningagöngu ár eftir ár, þvingaðar til að verða þungaðar svo ostar og ísar séu í boði um hátíðarnar á borðum landsmanna. Ég er talsmaður þeirra allra þessara dýra með þessum skrifum og finnst óþolandi að þau séu skilin eftir. Lambið gekk frálst í haga en Gyrðir Elíasson hefur lýst því í einu kvæða sinna hvaða þjáningu það upplífði í sláturhúsinu, eins og öllu önnur dýr sem þar lenda. Kalkúnninn þurfti að þola sömu aðstæður og grísirnir og mæður þeirra, kýrnar eru sæddar ár eftir ár til að verða þungaðar af kálfi, sem dregin er frá þeim og sendur í sláturhús. Mjólkin er síðan soguð út úr kúnni svo hægt sé að framleið osta, ísa og þessa gagnslausu mjólk sem maðurinn sötrar í sig. Eina gagn mjólkurinnar er líklega þegar maðurinn er að jafna sig eftir timburmenn. Ég vil að dýraverndinni sé sýnd kurteisi og virðing og í því felst að öll dýr njóti hennar ekki einungis ein tegund. Dýravernd allra dýra er í andanna jólanna en einhversstaðar í hinni heilögu ritningu segir að Jesú hafi unnið fyrir alla, allt til sinna minnstu bræðra og systra. Guðfræðin túlkar það með þeim hætti að þar sé hann líka að vísa til dýranna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vernd okkar hefur borið mikinn árangur á síðasta áratug, höldum henni áfram. Læt litla grísinn í heimilda og áróðursmynd Animals Australia sem fór eins og eldur um sinu fyrir nokkrum árum eiga síðasta orðið í þessum tengli. Sérstaklega vandað efni. Höfundur er lögfræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun