Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 17:17 Frá fangagangi á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. Þetta kom fram í minnisblaði með fyrstu tillögum starfshóps sjö ráðuneyta um úrbætur á úrræðum og þjónustu vegna einstaklinga sem nauðsynlegt þykir að sæti sérstökum öryggisráðstöfunum sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í morgun. Um er að ræða einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hætta talin stafa af þeim eftir afplánun, dæmdir ósakhæfir, eða talið að refsing muni ekki bera árangur og sæta því öryggisráðstöfunum og viðeigandi meðferð. Hópurinn telur nauðsynlegt að samhæfa þjónustu og úrræði vegna þessara einstaklinga en að málum kemur fjöldi ráðuneyta auk sveitarfélaga. Áskoranir stjórnvalda snúa ekki síst að ómarkvissri þjónustu og skorti á búsetuúrræðum fyrir einstaklinga sem hafa fengið dóm eða úrskurð um öryggisgæslu. Þá er talin þörf á skýrari ábyrgð og lagaumgjörð um framkvæmd vægari öryggisráðstafana, meðal annars til að tryggja réttaröryggi eftir að afplánun í fangelsi lýkur. Til að bregðast við framangreindu gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögur: Byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni allra ábyrgðaraðila með samþættri þjónustu á einum stað. Stofnuð verði stigskipt sérhæfð úrræði á grundvelli dóma og úrskurða, áhættumats og mats á þjónustuþörf þar sem öryggis verði gætt. Samþætt félags- og geðheilbrigðisþjónusta verði veitt á viðeigandi hátt á hverju þjónustustigi. Unnið verði lagafrumvarp um framkvæmd öryggisráðstafana og viðeigandi breytingar gerðar á almennum hegningarlögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og fleiri lögum. Eftirlit með úrræðum verði bætt og reglulegt endurmat á öryggisráðstöfunum tryggt. Hópurinn áréttar einnig að breyta þurfi fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda þannig að rétt úrræði séu fyrir hendi þegar þeirra er þörf. Rannsóknir sýni fram á að með markvissri snemmtækri íhlutun sé hægt að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda á fullorðinsárum. Hópurinn sem leiddur er af forsætisráðuneyti mun halda áfram að vinna að frekari tillögum í þessum málum en í honum eru einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti. Fangelsismál Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52 „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Þetta kom fram í minnisblaði með fyrstu tillögum starfshóps sjö ráðuneyta um úrbætur á úrræðum og þjónustu vegna einstaklinga sem nauðsynlegt þykir að sæti sérstökum öryggisráðstöfunum sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í morgun. Um er að ræða einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hætta talin stafa af þeim eftir afplánun, dæmdir ósakhæfir, eða talið að refsing muni ekki bera árangur og sæta því öryggisráðstöfunum og viðeigandi meðferð. Hópurinn telur nauðsynlegt að samhæfa þjónustu og úrræði vegna þessara einstaklinga en að málum kemur fjöldi ráðuneyta auk sveitarfélaga. Áskoranir stjórnvalda snúa ekki síst að ómarkvissri þjónustu og skorti á búsetuúrræðum fyrir einstaklinga sem hafa fengið dóm eða úrskurð um öryggisgæslu. Þá er talin þörf á skýrari ábyrgð og lagaumgjörð um framkvæmd vægari öryggisráðstafana, meðal annars til að tryggja réttaröryggi eftir að afplánun í fangelsi lýkur. Til að bregðast við framangreindu gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögur: Byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni allra ábyrgðaraðila með samþættri þjónustu á einum stað. Stofnuð verði stigskipt sérhæfð úrræði á grundvelli dóma og úrskurða, áhættumats og mats á þjónustuþörf þar sem öryggis verði gætt. Samþætt félags- og geðheilbrigðisþjónusta verði veitt á viðeigandi hátt á hverju þjónustustigi. Unnið verði lagafrumvarp um framkvæmd öryggisráðstafana og viðeigandi breytingar gerðar á almennum hegningarlögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og fleiri lögum. Eftirlit með úrræðum verði bætt og reglulegt endurmat á öryggisráðstöfunum tryggt. Hópurinn áréttar einnig að breyta þurfi fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda þannig að rétt úrræði séu fyrir hendi þegar þeirra er þörf. Rannsóknir sýni fram á að með markvissri snemmtækri íhlutun sé hægt að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda á fullorðinsárum. Hópurinn sem leiddur er af forsætisráðuneyti mun halda áfram að vinna að frekari tillögum í þessum málum en í honum eru einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti.
Fangelsismál Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52 „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00