Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 23:16 Youssoufa Moukoko er nú í láni hjá franska félaginu Nice frá þýska félaginu Borussia Dortmund. Getty/Marco Steinbrenner Mikið var látið með Youssoufa Moukoko á sínum tíma þegar hann sló metið yfir yngsta leikmanninn í sögu Meistaradeildar karla í fótbolta. Nýr þýskur heimildaþáttur hefur kannað betur fæðingardag Moukoko og komist að því að hann er mögulega fjórum árum eldri en allir héldu. Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira