Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 14:59 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ítrekað þurft að sætta sig við að vera utan byrjunarliðs Wolfsburg á þessari leiktíð. Getty/Inaki Esnaola Sveindís Jane Jónsdóttir hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir Wolfsburg í Þýskalandi í vetur og það breyttist ekki í dag, þrátt fyrir fernuna sem hún skoraði gegn Roma á metttíma í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vikunni. Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki. Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki.
Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02
Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43