Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 18:46 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að mögulega sé stutt í mótefni við RS-veirunni. Vísir/Sigurjón Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58