Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. desember 2024 19:19 Súrefnismettun Aprílar var orðin svo lág að hún þurfti á súrefnisgrímu að halda. Móðir hennar segir það verstu tilfinningu í heimi að horfa á barn sitt svona veikt. Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni. Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46