Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 14:57 Sigurmyndin í keppninni. Eins og fram kemur í textanum að neðan hafði Bettina mikið fyrir því að ná myndinni. Mynd/Bettina Vass Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár. Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér. Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Myndin sem hún hlaut verðlaun fyrir er tekin í íshelli í Kötlujökli af þeim Mauli og Christian. Í umsögn um myndina segir Luke Simon framkvæmdastjóri verðlaunanna að hann hafi varla trúað því að myndin væri raunveruleg og að það væri satt að athöfnin hefði átt sér stað á þessum stað. Myndin hefði ekki verið gjaldgeng í flokki bestu brúðkaupsmyndanna ef hún hefði ekki sannarlega verið tekin í athöfninni. View this post on Instagram A post shared by ICELAND ELOPEMENT + WEDDING PHOTOGRAPHER (@bettinavassphoto_iceland) Hann segir æ fleiri pör leitast eftir því að brúðkaup þeirra eigi sér stað við einhvers konar ævintýralegar aðstæður og það eigi sérstaklega við hjá Mauli og Christian. Skiptust á að æla í ruslafötu á leiðinni „Ég var gengin tíu vikur daginn sem þau hlupust á brott, ég var mjög veik og mjög óglatt,“ segir Bettina á vef verðlaunanna. Hún hafi haft miklar áhyggjur af fimm tíma akstrinum frá Reykjavík til Víkur þar sem jökullinn er staðsettur. Það hafi verið mjög ánægjulegt að fá að sitja í bíl með Christian og Mauli. Meðferðis í bílferðina hafði hún lítinn poka og IKEA ruslatunnu skyldi hún þurfa að æla. „Þetta reyndist svo vera afar erfiður dagur því bæði ég og brúðurin vorum veikar og deildum ruslatunnunni alla leiðina. Ég endaði á því að æla á öllum bensínstöðum á milli Reykjavíkur og Víkur, og bak við stóran jöklajeppa,“ er haft eftir Bettinu á síðunni þar sem hún svo heldur áfram að lýsa erfiðu ferðalaginu að jöklinum. Margrét Gauja Magnúsdóttir gaf parið saman uppi á jöklinum.Mynd/Bettina Vass Hún segir það auk þess hafa verið afar erfitt að ná myndinni því það hafi verið erfitt að halda jafnvægi á ísnum á sama tíma og hún tókst á við stöðuga ógleðina. „Þegar ég hugsa til baka, þrátt fyrir þessar áskoranir, er þetta ein af mínum hlýjustu og fyndnustu minningum,“ segir Bettina. Þá greinir hún frá því að stuttu síðar hafi barn hennar dáið í móðurkviði en að hún muni alltaf minnast þessa dags með hlýju. Tilvalin staðsetning Hún segir að allt frá því að Mauli og Christian lögðu til við hana að gifta sig á toppi jökuls hafi hún verið spennt fyrir myndatökunni og vitað að hún yrði sérstök. Það sé erfitt og langt ferðalag að íshellinum en að hann sé einn þeirra sem sé hægt að heimsækja allan ársins hring og því tilvalin staðsetning fyrir sumarbrúðkaup á Íslandi. Bettina flutti til Íslands fyrir um tólf árum. Byrjaði að vinna á leikskóla en fann sig svo í ljósmyndun og vinnur nú við það. Hún fékk líka verðlaun í keppninni sem nýliði og fyrir staðsetningu myndarinnar.Aðsend Hægt er að lesa umsögn og sjá fleiri myndir frá brúðkaupinu hér á vef verðlaunanna og meira um myndatökuna frá Bettinu sjálfri hér.
Brúðkaup Ástin og lífið Ljósmyndun Ungverjaland Fréttir ársins 2024 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“