Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 11:44 Íslendingar veltu fyrir sér Tyrkjaráninu, vöxtum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og fyrirbærinu starfsstjórn á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku. Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku.
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent