FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko og íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson eftir leik þjóðanna í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Andrzej Iwanczuk Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent Úkraínumönnum afsökunarbeiðni vegna dráttarins í undankeppni HM 2026 á föstudaginn var. Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024 FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024
FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira