Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 11:02 Paul Watson var um árabil leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna. AP Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42