Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2024 19:23 Gleðin leyndi sér ekki þegar ábreiðuband fjögurra stráka og einnar stelpu, sem öll elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. vísir/elísabet Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga. Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár. Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið