Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 08:05 Odee er hvergi af baki dottinn. Odee Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna. Dómstóll í Lundúnum félls í nóvember á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur Odee vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólann í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Dómurinn taldi vefsíðuna hvorki hafa falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Því var fallist á kröfur Samherja án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í málinu. Bauð Odee að greiða eitt pund Í frétt Ríkisútvarpsins í gær er haft eftir tilkynningu frá Samherja að dómari hæstaréttar í Lundúnum hafi hafnað áfrýjunarbeiðni Odees en að hann hefði þrjár vikur til að skjóta þeirri ákvörðun til æðsta dómstóls Bretlandseyja. Odee hafi enn á ný hafnað sáttabeiðni fyrirtækisins, sem hafi boðist til að fella niður málið gegn því að hann hætti notkun á hugverki fyrirtækisins og greiddi því eitt pund í málamyndabætur. Vill nú 200 þúsund pund Í fréttatilkynningu frá Odee segir að daginn fyrir fyrirtöku í málinu í gær hafi Samherji boðist til þess að fella niður allar kröfur um málskostnað, gegn því að hann félli frá áfrýjun. Hann hafi afþakkað boðið og þá hafi Samherji krafið hann um 200 þúsund pund, 35 milljónir króna, í málskostnað. „Þvingandi útspil sem sem er í hrópandi mótsögn við fyrri tilboð Samherja. Þetta virðist ekki vera neitt annað en tilraun til þess að ógna mér og þagga niður í mér vegna gagnrýni minnar í þeirra garð vegna Namibíumálsins [e. Fishrot scandal].“ Hluti af taktík Samherja Odee segir að í þessu samhengi sé háttsemi Samherja gagnvart honum ekki einungis móðgandi heldur til marks um taktík félagsins til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á breiðum grunni. „Þessi skyndilega krafa um okurmálskostnað ýtir undir þá ímynd að málaferlunum sé ætlað að ógna mér, til þess að draga úr umræðu um samfélagslega ábyrgð félagsins.“ Niðurstaða dómsins í gær hafi verið sú að fallast á skyldu Odees til að greiða hluta málskostnaðar Samherja en greiðslu hafi verið frestað þangað til niðurstaða hefur verið fengin um áfrýjun. Þá hafi Samherji fallið frá kröfu sinni sem sneri að brotum á hugverkarétti félagsins og dómurinn hafi dæmt félagið til að bera málskostnað hvað þann hluta málsins varðar. Odee muni áfrýja málinu og halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti. Samherjaskjölin Bretland Höfundar- og hugverkaréttur Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42 Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Dómstóll í Lundúnum félls í nóvember á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur Odee vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólann í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Dómurinn taldi vefsíðuna hvorki hafa falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Því var fallist á kröfur Samherja án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í málinu. Bauð Odee að greiða eitt pund Í frétt Ríkisútvarpsins í gær er haft eftir tilkynningu frá Samherja að dómari hæstaréttar í Lundúnum hafi hafnað áfrýjunarbeiðni Odees en að hann hefði þrjár vikur til að skjóta þeirri ákvörðun til æðsta dómstóls Bretlandseyja. Odee hafi enn á ný hafnað sáttabeiðni fyrirtækisins, sem hafi boðist til að fella niður málið gegn því að hann hætti notkun á hugverki fyrirtækisins og greiddi því eitt pund í málamyndabætur. Vill nú 200 þúsund pund Í fréttatilkynningu frá Odee segir að daginn fyrir fyrirtöku í málinu í gær hafi Samherji boðist til þess að fella niður allar kröfur um málskostnað, gegn því að hann félli frá áfrýjun. Hann hafi afþakkað boðið og þá hafi Samherji krafið hann um 200 þúsund pund, 35 milljónir króna, í málskostnað. „Þvingandi útspil sem sem er í hrópandi mótsögn við fyrri tilboð Samherja. Þetta virðist ekki vera neitt annað en tilraun til þess að ógna mér og þagga niður í mér vegna gagnrýni minnar í þeirra garð vegna Namibíumálsins [e. Fishrot scandal].“ Hluti af taktík Samherja Odee segir að í þessu samhengi sé háttsemi Samherja gagnvart honum ekki einungis móðgandi heldur til marks um taktík félagsins til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á breiðum grunni. „Þessi skyndilega krafa um okurmálskostnað ýtir undir þá ímynd að málaferlunum sé ætlað að ógna mér, til þess að draga úr umræðu um samfélagslega ábyrgð félagsins.“ Niðurstaða dómsins í gær hafi verið sú að fallast á skyldu Odees til að greiða hluta málskostnaðar Samherja en greiðslu hafi verið frestað þangað til niðurstaða hefur verið fengin um áfrýjun. Þá hafi Samherji fallið frá kröfu sinni sem sneri að brotum á hugverkarétti félagsins og dómurinn hafi dæmt félagið til að bera málskostnað hvað þann hluta málsins varðar. Odee muni áfrýja málinu og halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti.
Samherjaskjölin Bretland Höfundar- og hugverkaréttur Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42 Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42
Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12