Búist er við því að skýrslan verði birt seinna í mánuðinum, áður en þingmenn fara í frí yfir jólin, samkvæmt frétt CNN.
Gaetz var rannsakaður af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku, gegn greiðslu, og mögulega brotið lög gegn mansali.
Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn.
Rannsókninni var þó hætt og Gaetz ekki ákærður.
Trump lýsti því yfir þann 13. nóvember að hann ætlaði að tilnefna Gaetz í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz, sem hefur lengi verið ötull stuðningsmaður Trumps, sagði af sér þingmennsku um leið og þar með kom hann í veg fyrir að siðanefndin birti skýrslu upp úr rannsókn sem þingmenn höfðu unnið að.
Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður
Gaetz er verulega óvinsæll innan Repúblikanaflokksins og kom fljótt í ljós að hann gat ekki átt von á því að fá stuðning nægilegra margra öldungadeildarþingmanna til að fá embættið. Því lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér ekki að reyna að verða dómsmálaráðherra.
Kvartar yfir því að hafa ekki fengið að verja sig
Þó að hefðir og venjur siðanefndarinnar segi til um að ekki eigi að birta skýrslur eins og þá um Gaetz ef þingmenn stíga til hliðar fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort birta ætti skýrsluna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram í lok nóvember og fylgdu atkvæði flokkslínum í nefndinni og skýrslan því ekki birt.
Eins og fram kemur í frétt CNN bendir leynilega atkvæðagreiðslan til þess að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni hafi skipt um skoðun.
Sjá einnig: Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka
Eftir að CNN birti frétt sína sendi Gaetz út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar að þrátt fyrir langar rannsóknir hafi hann aldrei verið ákærður. Þá kvartar hann yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að verja sig fyrir framan nefndina.
Hann gengst við því að hafa oft sent konum sem hann átti í sambandi við peninga og jafnvel öðrum konum sem báðu hann um pening og segist hafa skemmt sér mikið á fertugsaldri sínum. Gaetz segist aldrei hafa haft mök við stúlku undir átján ára aldri.
„Það er skömmustulegt, en ekki glæpsamlegt, að ég skemmti mér, drakk, reykti og var í tygjum við kvenfólk, í óhóflegum mæli fyrr á minni ævi. Ég lifi öðruvísi lífi núna,“ skrifaði Gaetz.
The Biden/Garland DOJ spent years reviewing allegations that I committed various crimes.
— Matt Gaetz (@mattgaetz) December 18, 2024
I was charged with nothing: FULLY EXONERATED. Not even a campaign finance violation. And the people investigating me hated me.
Then, the very “witnesses” DOJ deemed not-credible were…