Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2024 08:00 Freyr Alexandersson. Getty Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Freyr deildi færslu á samfélagsmiðla á miðvikudag þar sem hann nefndi meðal annars hvað hann hefði lært mikið á veru sinni í Belgíu. Þar í landi eru þjálfarar reknir að meðaltali á fimm mánaða fresti og umhverfið krefjandi. „Ég fékk að upplifa erfiðasta kúltúrinn. Belgía, kannski saman með Tyrklandi, er sá kúltúr sem er mest krefjandi í Evrópu. Ég ákvað bara á öllu ferðalaginu að taka sem mest út úr þessu, en vera ég sjálfur allan tímann og trúr minni sannfæringu. Vera sú manneskja sem ég er, koma þannig fram við leikmennina mína og starfsfólkið mitt.“ Það hafði mikla þýðingu fyrir Frey að hafa náð að skila góðu af sér. „Að sjá alla í félaginu, allt frá þeim sem tínir upp ruslið til aðstoðarmanna minna, brotna niður í gær. Sá sem sá um að gera upp samninginn minn, fjármálastjórinn, þegar ég settist inn á skrifstofu hjá honum… Hann hágrét meðan hann skrifaði undir. Þá veit ég að fólki þykir vænt um það sem ég hef gert fyrir þau og skilið eftir mig.“ Hann dragi þá mikinn lærdóm af þessu umhverfi og hversu kaldranalegur heimur fótboltans getur verið. „Ég er búinn að læra ofboðslega mikið um hvað þessi heimur getur verið harður og ljótur. Hvað það er mikið af fólki sem hugsar bara um sjálft sig, er undirförult. Ég er búinn að læra að sjá hvar viðvörunarbjöllurnar eru og þetta eru bara hlutir sem ég þurfti að ganga í gegnum. Þess vegna segi ég að embrace-a erfiðleikana [taka þeim fagnandi], vera meðvitaður um hvað þú ert að fara út í og ekki fara að vorkenna sjálfum þér þegar það verður erfitt, heldur reyna að læra af því. Ég kem svo miklu betri þjálfari og stjórnandi út úr þessu, það er það sem ég er svo ánægður með.“ Innslagið sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. 19. desember 2024 11:15
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn