Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 16:28 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Allison Robbert Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent