„Valsararnir voru bara betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:12 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld. „Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira