Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 11:31 Michael van Gerwen og Luke Littler eru tveir af vinsælustu spilurunum á HM í pílu. Báðir litríkir karakterar og frábærir spilarar. Getty/Alex Pantling/James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen komst auðveldlega áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gærkvöldi en í kvöld er komið að hinum unga og vinsæla Luke Littler. Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Pílukast Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Pressan hefur vanalega verið hvað mest á Van Gerwen fyrir HM í pílukasti enda er hann þrefaldur heimsmeistari. Núna er minna verið að spá í honum en þeim mun meira í hinum sautján ára gamla Littler. Eftir sigur sinn var Van Gerwen spurður að því hvort hann ætlaði að horfa á leikinn hjá Littler í kvöld. „Nei eiginlega ekki. Ég sé hann í hverri viku af hverju ætti ég að hafa áhuga á því,“ sagði Van Gerwen á blaðamannafundi. Sky Sports segir frá. „Við hvern er hann að spila,“ spurði Van Gerwen og svarið var Ryan Meikle. „Ryan Meikle er góður spilari en Luke er miklu sigurstranglegri í leiknum. Ryan spilar frekar hægt þannig að það gæti kannski eitthvað óvænt gerst,“ sagði Van Gerwen. „Hann yrði ekki sá fyrsti til að tapa óvænt í fyrstu umferðinni,“ sagði Van Gerwen og glotti enda að stríða bresku blaðamönnunum í salnum. „Auðvitað býst ég við því að Luke vinni. Það er frábært hvað hann hefur gert fyrir pílukastíþróttina og hann er stórkostlegur,“ sagði Van Gerwen. Þótt að Van Gerwen ætli ekki að horfa þá munu örugglega margir vera límdir við sjónvarpsskjáinn enda mikil spenna fyrir Littler á mótinu. Útsendingin frá seinni hluta sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 18.55 en viðureign Ryan Meikle og Luke Littler er númer þrjú á kvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Pílukast Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira