Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. desember 2024 08:02 Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Steindór Valdimarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar