Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2024 00:24 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vísir/Vilhelm Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. Nokkrum sinnum áður hafa karlar og konur verið jafnmörg í ríkisstjórn. En nú eru konurnar sjö og hafa aldrei verið fleiri. Þegar nýir ráðherrar mættu einn af öðrum til Bessastaða síðdegis var þakklæti og auðmýkt þeim flestum í huga. Þá komu þau mörg hver syngjandi út af ríkisráðsfundi líkt og farið var yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá samantektina hér að neðan. Mætir dansandi til leiks Heimir Már Pétursson fréttamaður rifjaði upp þegar Logi Einarsson, nýr ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti á svæðið að hann hafi á sínum tíma hafið sinn feril sem dansari með Skriðjöklunum á Akureyri. Verður dansað í ráðuneytinu? „Já alveg örugglega. Svo getur vel verið að ég setji á sjóð fyrir endurmenntun eldri dansara,“ svaraði Logi kíminn. Hann segist jafnframt að öllu gamni slepptu að honum lítist vel á ráðuneytið og telur mikilvægt að efla nýsköpun í landinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vill meðal annars taka réttarkerfið föstum höndum. Hún tekur sérstaklega fram að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi sé henni hugleikin. „Auðmýkt“ flestum ofarlega í huga „Ég finn fyrir miklu þakklæti en líka auðmýkt,” sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra um það að taka sæti í ríkisstjórn. Fleiri tóku í afar svipaðan streng, þeirra á meðal Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Bara mjög vel, auðmjúkur og mikil ábyrgð,“ sagði hann spurður hvernig það leggst í hann að verða ráðherra. Sjálfur segist hann ætla að setja jarðgöng- og Sundabraut í forgang. „Ég er bara mjög spenntur og auðmjúkur líka gagnvart þessu risastóra verkefni,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra jafnframt í samtali við fjölmiðla. Daði Már Kristófersson er eini utanþingsráðherrann en hann hefur þó áður tekið sæti sem varaþingmaður. Nú er hann tekinn við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. „Þetta leggst vel í mig, þetta er auðvitað mikil ábyrgð en ég er auðmjúkur gagnvart þessu verkefni,“ sagði Daði. „Maður er bara rosalega stoltur og hrærður og ég bara hlakka mikið til. Þetta verður skemmtileg áskorun,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýr mennta- og barnamálaráðherra, sem segist afar ánægð með ráðuneytið sem hún fær í sinn hlut, enda kennari í grunninn svo málaflokkurinn stendur henni nærri. „Þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig að ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið og mun leggja mig mikið fram,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland sem leiða stjórnarflokkana mættu saman í viðtal til Heimis Más strax að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum en það vakti athygli að eftir að hafa kynnt stjórnarsáttmála á blaðamannafundi fyrr um daginn að þær féllust í faðma í stað þess að takast í hendur. „Samhenta ríkisstjórn,“ hafa þær talað um að þær ætli sér að leiða. Stjórnarandstaðan klár í bátana Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var sömuleiðis leyst frá störfum á fyrri ríkisráðsfundi dagsins, en leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem nú bíða verkefni í stjórnarandstöðu hafa ákveðnar efasemdir um margt það sem ný ríkisstjórn boðar. „Mér fannst nú margt áhugavert, eða kannski sem ekki var,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagðist þó ætla að geyma frekari yfirlýsingar um stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins lýsti jafnframt áhyggjum af stöðu krónunnar á gjaldeyrismarkaði í kjölfar þess sem ný ríkisstjórn boðar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Nokkrum sinnum áður hafa karlar og konur verið jafnmörg í ríkisstjórn. En nú eru konurnar sjö og hafa aldrei verið fleiri. Þegar nýir ráðherrar mættu einn af öðrum til Bessastaða síðdegis var þakklæti og auðmýkt þeim flestum í huga. Þá komu þau mörg hver syngjandi út af ríkisráðsfundi líkt og farið var yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá samantektina hér að neðan. Mætir dansandi til leiks Heimir Már Pétursson fréttamaður rifjaði upp þegar Logi Einarsson, nýr ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mætti á svæðið að hann hafi á sínum tíma hafið sinn feril sem dansari með Skriðjöklunum á Akureyri. Verður dansað í ráðuneytinu? „Já alveg örugglega. Svo getur vel verið að ég setji á sjóð fyrir endurmenntun eldri dansara,“ svaraði Logi kíminn. Hann segist jafnframt að öllu gamni slepptu að honum lítist vel á ráðuneytið og telur mikilvægt að efla nýsköpun í landinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vill meðal annars taka réttarkerfið föstum höndum. Hún tekur sérstaklega fram að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi sé henni hugleikin. „Auðmýkt“ flestum ofarlega í huga „Ég finn fyrir miklu þakklæti en líka auðmýkt,” sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra um það að taka sæti í ríkisstjórn. Fleiri tóku í afar svipaðan streng, þeirra á meðal Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Bara mjög vel, auðmjúkur og mikil ábyrgð,“ sagði hann spurður hvernig það leggst í hann að verða ráðherra. Sjálfur segist hann ætla að setja jarðgöng- og Sundabraut í forgang. „Ég er bara mjög spenntur og auðmjúkur líka gagnvart þessu risastóra verkefni,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra jafnframt í samtali við fjölmiðla. Daði Már Kristófersson er eini utanþingsráðherrann en hann hefur þó áður tekið sæti sem varaþingmaður. Nú er hann tekinn við embætti fjármála- og efnahagsráðherra. „Þetta leggst vel í mig, þetta er auðvitað mikil ábyrgð en ég er auðmjúkur gagnvart þessu verkefni,“ sagði Daði. „Maður er bara rosalega stoltur og hrærður og ég bara hlakka mikið til. Þetta verður skemmtileg áskorun,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýr mennta- og barnamálaráðherra, sem segist afar ánægð með ráðuneytið sem hún fær í sinn hlut, enda kennari í grunninn svo málaflokkurinn stendur henni nærri. „Þetta er svakalega mikilvægt ráðuneyti þannig að ég ber mikla virðingu fyrir því verkefni sem mér hefur verið falið og mun leggja mig mikið fram,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland sem leiða stjórnarflokkana mættu saman í viðtal til Heimis Más strax að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum en það vakti athygli að eftir að hafa kynnt stjórnarsáttmála á blaðamannafundi fyrr um daginn að þær féllust í faðma í stað þess að takast í hendur. „Samhenta ríkisstjórn,“ hafa þær talað um að þær ætli sér að leiða. Stjórnarandstaðan klár í bátana Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var sömuleiðis leyst frá störfum á fyrri ríkisráðsfundi dagsins, en leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem nú bíða verkefni í stjórnarandstöðu hafa ákveðnar efasemdir um margt það sem ný ríkisstjórn boðar. „Mér fannst nú margt áhugavert, eða kannski sem ekki var,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagðist þó ætla að geyma frekari yfirlýsingar um stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins lýsti jafnframt áhyggjum af stöðu krónunnar á gjaldeyrismarkaði í kjölfar þess sem ný ríkisstjórn boðar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira