Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 07:38 Tveir flugmenn sluppu lifandi frá því að verða skotnir niður skömmu eftir flugtak frá flugmóðurskipinu USS Truman í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Bernat Armangue Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young
Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20