Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni.
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök.
Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen.
CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in Yemen
— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024
TAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP
Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum.

Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´
Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu.
Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum.
