Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 15:06 Stefán Broddi segir að það bráðvanti börn í leikskólann á Hvanneyri en þar er fínn leikskóli. Hægt er að fá lóðir á staðnum vilji fólk byggja og flytja þangað með börnin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri. Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi. Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi.
Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira