„Ein allra besta jólagjöfin“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í utanríkisráðuneytinu. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þorgerður þakkaði Þórdísi bæði fyrir hlý orð og fyrir að vera sterk fyrirmynd. „Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor,“ sagði Þorgerður. „Þú ert búin að standa þig að mínu mati, einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum. Ég er mjög stolt af því að hafa getið verið með þér í liði sem utanríkisráðherra.“ Hún sagði það skipta máli að standa saman þegar talið er um hagsmuni Íslands. Þórdís sagðist eftir afhendinguna vera þakklát fyrir ráðherrastörf sín undanfarin átta ár og þá sérstaklega þrjú ár í utanríkisráðuneytinu. Hún sagði sína kynslóð vera að upplifa tíma sem þeim hefði verið lofað að myndu ekki eiga sér stað aftur í Evrópu, en það væri nú samt að gerast. „Þá skiptir máli að standa í lappirnar, vinna vinnuna, taka því alvarlega og taka ákvarðanir sem maður trúir að séu réttar fyrir Ísland.“ sagði Þórdís meðal annars. „Það hefur ekkert alltaf verið sérstaklega vinsælt.“ Ákvað sig á föstudaginn Þorgerður sagði tilfinninguna vera góða. Hún væri eftirvæntingarfull og spennt en í senn auðmjúk og þakklát fyrir tækifærið fyrir að verða utanríkisráðherra á „þessum sérstöku tímum“ á alþjóðasviðinu. Hún sagðist vera að taka við af öflugum utanríkisráðherra og sagðist þakklát Þórdísi fyrir að hafa verið mjög skýr í tali fyrir okkar hagsmuni á erlendri grundu. „Ég vona að það verði engin breyting þar á. Auðvitað verða öðruvísi áherslur og við vinnum öðruvísi en það sem mér finnst skipta máli er að það eru miklu fleiri sem eru sammála því að það þarf að tala fyrir hagsmunum Íslands, verja okkar hagsmuni hvar sem er.“ Einnig þyrfti að halda áfram að tala fyrir vestrænum gildum, frelsinu, lýðræði og mannréttindum. „Þar erum við með sterka rödd og höfum verið.“ Þorgerður sagði að henni þætti mjög vænt um Þórdísi.Vísir/Viktor Þorgerður viðurkenndi að hún hefði haft sterkar taugar til atvinnulífsins í stjórnarmyndunarviðræðum og hafi litið til öflugs atvinnuvegaráðuneytis, sem Hanna Katrín Friðriksson tekur við. Hún hafi ekki ákveðið að taka við utanríkisráðuneytinu fyrr en á föstudaginn.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent