„Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 10:37 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Sigurður Þ. Ragnarsson betur þekktur sem Siggi stormur segist hafa fundið fyrir kvíða fyrir jólunum en þetta eru þau fyrstu eftir að sonur hans Árni Þórður Sigurðarson lést í ágúst síðastliðnum. Hann segir það hafa hjálpað sér mest í sorginni að tala um son sinn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Siggi var gestur. Árni Þórður hneig niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar og var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Siggi segir í Bítinu að jólin séu erfiður tími en veikindi Árna bar upp 21. desember árið 2021, rétt fyrir jól. Tími sem verður alltaf erfiðastur „Nú eru þetta fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt. Þetta er auðvitað bara hræðilegur tími, þannig. Við fórum nú í gegnum jólin þarna fyrst þegar hann var veikur og lifandi í þessum vélum. Það var mjög erfitt, af því að við eigum tvo aðra stráka og maður er foreldri áfram. Maður þarf að sýna aðeins andlitið, að það sé eitthvað í lagi.“ Sigurður lýsir segir Árna, sem var miðsonur þeirra hjóna, hafa verið mikið heima. Hann hafi verið mikill mömmustrákur, spilað á gítar og önnur hljóðfæri og alltaf leikið á als oddi á Gamlárskvöld og verið mikill áramótastrákur. Það verði líka mikill sjónarsviptir fyrir stórfjölskylduna, áramótin verði allt öðruvísi í ár án Árna. „Svona er lífið, það er enginn sem lofaði að þetta myndi allt saman ganga bara eins og malbikaður vegur. Við erum svo sem búin að átta okkur á því hjónin að það að missa barn er eitt það erfiðasta sem maður getur held ég gengið í gegnum. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning bæði frá systkinum mínum og fjölskyldu og pabba. Hann er nú 95 ára gamall og hjálpar samt. Og mjög vel. Og síðan af tengdafjölskyldunni.“ Siggi segir ýmsa segja að tíminn lækni öll sár. Tíminn deyfi sárin kannski en ekki þurfi mikið til að sorgin kvikni. „Það þarf ekki nema að þið setjið eitthvað lag á fóninn sem minnir mig allt í einu á strákinn, hann Árna. Það þarf ekki nema að eitthvað lag komi og þá tárast maður. Þá fer allt í einu allt tilfinningakerfið í gang, rússíbanareiðin sem fylgir því.“ Finnst gott að tala um son sinn Sigurður segir sorgina vera þess eðlis að hann viti ekki hvaða viðbrögð séu rétt. Hann hafi farið á sorgarviðbragðanámskeið og rætt sorg sína við geðlækni. „Ég er með geðlækni sem ég fæ að heimsækja reglulega núna. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er mjög mikill léttir og léttir mjög á. Ég hvet fólk til þess ef það er ekki þeim mun lokaðra að fá einhvern til þess að hlusta á þig og einhvern sem kann að bregðast við ef þess þarf.“ Hann segir að sér sé hugleikinn einmanaleikinn í nútímasamfélagi. Það sé eitt það ömurlegasta sem fylgi samfélaginu. Sjálfur segir Siggi hafa nýtt sér samfélagsmiðla mikið eftir fráfall Árna. Það hafi hjálpað honum að opna sig. „Mér fannst það gera mér gott og ég er búinn að tala um ýmislegt gott, góðar minningar. Hann var ekkert fullkominn frekar en nokkur annar held ég og við létum tilfinningarnar flæða í gegnum samtöl. Það held ég að sé mjög mikilvægt.“ Ertu búinn að kvíða jólunum? „Já. Þetta er sá tími sem ég er búinn að hugsa hve lengst um hvernig maður hagar sér,“ segir Siggi. Annar sonur hans verður heima í Stykkishólmi á Gamlárskvöld og því verða þau hjónin ein með hinum syni hans það kvöldið. „Þannig við erum allt í einu bara orðin þrjú. Maður getur alveg tárast yfir því, við vorum fimm. En svona er þetta, því verður ekki breytt.“ Siggi segir þetta ekki þýða að fólk megi ekki heilsa honum úti á götu þegar það hitti hann. Honum finnist gott að tala um Árna. „Það er besta leiðin til að minnast hans. Þá get ég talað um hann, hann rifjast þá upp, minningarnar þær flæða fram.“ Jól Bítið Sorg Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Siggi var gestur. Árni Þórður hneig niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar og var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Siggi segir í Bítinu að jólin séu erfiður tími en veikindi Árna bar upp 21. desember árið 2021, rétt fyrir jól. Tími sem verður alltaf erfiðastur „Nú eru þetta fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt. Þetta er auðvitað bara hræðilegur tími, þannig. Við fórum nú í gegnum jólin þarna fyrst þegar hann var veikur og lifandi í þessum vélum. Það var mjög erfitt, af því að við eigum tvo aðra stráka og maður er foreldri áfram. Maður þarf að sýna aðeins andlitið, að það sé eitthvað í lagi.“ Sigurður lýsir segir Árna, sem var miðsonur þeirra hjóna, hafa verið mikið heima. Hann hafi verið mikill mömmustrákur, spilað á gítar og önnur hljóðfæri og alltaf leikið á als oddi á Gamlárskvöld og verið mikill áramótastrákur. Það verði líka mikill sjónarsviptir fyrir stórfjölskylduna, áramótin verði allt öðruvísi í ár án Árna. „Svona er lífið, það er enginn sem lofaði að þetta myndi allt saman ganga bara eins og malbikaður vegur. Við erum svo sem búin að átta okkur á því hjónin að það að missa barn er eitt það erfiðasta sem maður getur held ég gengið í gegnum. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning bæði frá systkinum mínum og fjölskyldu og pabba. Hann er nú 95 ára gamall og hjálpar samt. Og mjög vel. Og síðan af tengdafjölskyldunni.“ Siggi segir ýmsa segja að tíminn lækni öll sár. Tíminn deyfi sárin kannski en ekki þurfi mikið til að sorgin kvikni. „Það þarf ekki nema að þið setjið eitthvað lag á fóninn sem minnir mig allt í einu á strákinn, hann Árna. Það þarf ekki nema að eitthvað lag komi og þá tárast maður. Þá fer allt í einu allt tilfinningakerfið í gang, rússíbanareiðin sem fylgir því.“ Finnst gott að tala um son sinn Sigurður segir sorgina vera þess eðlis að hann viti ekki hvaða viðbrögð séu rétt. Hann hafi farið á sorgarviðbragðanámskeið og rætt sorg sína við geðlækni. „Ég er með geðlækni sem ég fæ að heimsækja reglulega núna. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er mjög mikill léttir og léttir mjög á. Ég hvet fólk til þess ef það er ekki þeim mun lokaðra að fá einhvern til þess að hlusta á þig og einhvern sem kann að bregðast við ef þess þarf.“ Hann segir að sér sé hugleikinn einmanaleikinn í nútímasamfélagi. Það sé eitt það ömurlegasta sem fylgi samfélaginu. Sjálfur segir Siggi hafa nýtt sér samfélagsmiðla mikið eftir fráfall Árna. Það hafi hjálpað honum að opna sig. „Mér fannst það gera mér gott og ég er búinn að tala um ýmislegt gott, góðar minningar. Hann var ekkert fullkominn frekar en nokkur annar held ég og við létum tilfinningarnar flæða í gegnum samtöl. Það held ég að sé mjög mikilvægt.“ Ertu búinn að kvíða jólunum? „Já. Þetta er sá tími sem ég er búinn að hugsa hve lengst um hvernig maður hagar sér,“ segir Siggi. Annar sonur hans verður heima í Stykkishólmi á Gamlárskvöld og því verða þau hjónin ein með hinum syni hans það kvöldið. „Þannig við erum allt í einu bara orðin þrjú. Maður getur alveg tárast yfir því, við vorum fimm. En svona er þetta, því verður ekki breytt.“ Siggi segir þetta ekki þýða að fólk megi ekki heilsa honum úti á götu þegar það hitti hann. Honum finnist gott að tala um Árna. „Það er besta leiðin til að minnast hans. Þá get ég talað um hann, hann rifjast þá upp, minningarnar þær flæða fram.“
Jól Bítið Sorg Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira