Mussolini er barnabarnabarn fasíska einvaldsins Benito Mussolini sem var forsætisráðherra Ítalíu frá 1922 til 1943 og einvaldur (i. duce) landsins til 1945, þegar hann var skotinn til bana.
Mussolini yngri er leikmaður Lazio í ítölsku höfuðborginni en stuðningsmenn þess liðs hafa iðulega verið dæmdir í bönn og félagið hlotið sektir vegna fasískra tilburða. Stuðningsmenn Juve Stabia, hvar Mussolini er á láni á yfirstandandi leiktíð, virðast hallir undir álíka skoðanir.
Eftir mark Mussolinis kölluðu stuðningsmenn Juve nafn kappans og reistu hendur upp í loft til að sýna fasistakveðju. Málið hefur eðlilega vakið athygli víða en óljóst er hvort einhverjir eftirmálar verði af því.
Myndskeið af kveðjunum má sjá í spilaranum að neðan.
Romano Floriani Mussolini (yes the great-grandson of Benito) scores for Juve Stabia in Serie B & the rest is…bizarre.pic.twitter.com/2pF1cxYgSb
— Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) December 22, 2024