Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2024 16:33 Hinn ungi Mussolini hefur verið fastamaður hjá liði Juve Stabia. Ivan Romano/Getty Images Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli. Mussolini er barnabarnabarn fasíska einvaldsins Benito Mussolini sem var forsætisráðherra Ítalíu frá 1922 til 1943 og einvaldur (i. duce) landsins til 1945, þegar hann var skotinn til bana. Mussolini yngri er leikmaður Lazio í ítölsku höfuðborginni en stuðningsmenn þess liðs hafa iðulega verið dæmdir í bönn og félagið hlotið sektir vegna fasískra tilburða. Stuðningsmenn Juve Stabia, hvar Mussolini er á láni á yfirstandandi leiktíð, virðast hallir undir álíka skoðanir. Eftir mark Mussolinis kölluðu stuðningsmenn Juve nafn kappans og reistu hendur upp í loft til að sýna fasistakveðju. Málið hefur eðlilega vakið athygli víða en óljóst er hvort einhverjir eftirmálar verði af því. Myndskeið af kveðjunum má sjá í spilaranum að neðan. Romano Floriani Mussolini (yes the great-grandson of Benito) scores for Juve Stabia in Serie B & the rest is…bizarre.pic.twitter.com/2pF1cxYgSb— Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) December 22, 2024 Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. 20. desember 2005 15:30 Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. 8. mars 2024 15:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Mussolini er barnabarnabarn fasíska einvaldsins Benito Mussolini sem var forsætisráðherra Ítalíu frá 1922 til 1943 og einvaldur (i. duce) landsins til 1945, þegar hann var skotinn til bana. Mussolini yngri er leikmaður Lazio í ítölsku höfuðborginni en stuðningsmenn þess liðs hafa iðulega verið dæmdir í bönn og félagið hlotið sektir vegna fasískra tilburða. Stuðningsmenn Juve Stabia, hvar Mussolini er á láni á yfirstandandi leiktíð, virðast hallir undir álíka skoðanir. Eftir mark Mussolinis kölluðu stuðningsmenn Juve nafn kappans og reistu hendur upp í loft til að sýna fasistakveðju. Málið hefur eðlilega vakið athygli víða en óljóst er hvort einhverjir eftirmálar verði af því. Myndskeið af kveðjunum má sjá í spilaranum að neðan. Romano Floriani Mussolini (yes the great-grandson of Benito) scores for Juve Stabia in Serie B & the rest is…bizarre.pic.twitter.com/2pF1cxYgSb— Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) December 22, 2024
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. 20. desember 2005 15:30 Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. 8. mars 2024 15:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00
Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. 20. desember 2005 15:30
Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. 8. mars 2024 15:30