Brást of harkalega við dyraati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 11:27 Barnabarn konunnar, ung stelpa, var í heimsókn hjá henni. Hún sagði strákana hafa kastað steinum í húsið en strákarnir sögðu stelpuna hafa gert grín að sér út um gluggann. Vísir/Rakel Ósk Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02