Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:41 Það blés hressilega á nýju ríkisstjórnina á Bessastöðum en forsætisráðherra fullyrðir að logn og blíða ríki í samstarfi stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira
Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira