Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 27. desember 2024 08:03 Komin upp sérkennileg staða á norðurslóðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna, sem gerði kröfu til yfirráða og eignahald á Grænlandi árið 2019, hefur nú endurnýjað þessa kröfu í nafni þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er ekki alveg nýr af nálinni. Því hefur verið haldið fram að Harry S. Truman, þá forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt áhuga á að kaupa Grænland árið 1946. Kaup á landi eru ekki óþekkt í sögu Bandaríkjanna sem keyptu t.d. Alaska af Rússum, Louisiana af Frökkum og Flórída af Spáni. Danmörk og sala Grænlands? Danmörk fer með utanríkismál Grænlands fyrir hönd Grænlendinga. Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki. Forsætisráðherra Danmerkur neitaði að selja Grænland eða færa yfirráð Grænlands til Bandaríkjanna árið 2019 og gerir það einnig nú. Árið 2019 lýsti Donald Trump viðbrögðum forsætisráðherrans sem „nasty.“ Yfirvöld á Grænlandi segja að landið sé ekki til sölu. Vegna stríðsins í Úkraínu er Danmörk nú háðari Bandaríkjunum en árið 2019 og er eins og Ísland undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna. Sumir leiðtogar NATO ríkja óttast að Bandaríkin taki öryggisregnhlífina í burtu. Donald Trump hefur líka gefið í skyn að hann muni ekki koma NATO ríkum til varnar er á þau verður ráðist. Hafa verður í huga að vegna loftlagsbreytinga eru nú miklar auðlindir Grænlands, sem áður voru óaðgengilegar, að verða nýtanlegar. Líklegt er að þessar auðlindir, t.d. sjaldgæfir málmar, séu ekki síður ástæða endurnýjaðs áhuga Trump á Grænlandi, en þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða frelsi í heiminum. Þó gæti aðgangur að sjaldgæfum málmum orðið mál sem tengist þjóðaröryggi Bandaríkjanna þó það réttlæti ekki ummæli Trumps og hugsanlegar aðgerðir. Eflaust gætu Bandaríkin líka keypt málma af Grænlandi er vilji væri fyrir hendi án þess að fá yfirráð yfir landinu. NATO ríkið Danmörk er nú að auka hernaðarviðbúnað sinn á Grænlandi hugsanlega vegna yfirlýsinga verðandi forseta Bandaríkjanna, forysturíkis NATO. Danmörk hefur eins og mörg NATO ríki verið að hervæðast í kjölfar Úkraínustríðsins með vopnakaupum frá Bandaríkjunum t.d. F35 orrustuþotum. Danmörk er því háð Bandaríkjunum með viðhald, þjónustu og varahluti fyrir þessar vélar og önnur hergögn sem Danir kaupa af Bandaríkjunum. Afleiðingar Úkraínustríðsins taka sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Staða Danmerkur gagnvart Bandaríkjunum er ekki sterk. Mikilvægi norðurslóða og stórveldasamkeppnin Mikilvægi norðurslóða fer nú vaxandi vegna loftslagsbreytinga. Ekki bara vegna auðlinda heldur siglingaleiða sem eru að opnast þ.e. Northwest Passage eftir strandlengju Bandaríkjanna (Alaska), Kanada og Grænlands. Og svo Northeast Passage/Northern Sea Route eftir strandlengju Rússlands. Fyrir utan auðlindir og siglingaleiðir blandast stórveldasamkeppni ínní þetta mál. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna til að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf aðgang að öruggum siglingleiðum og hefur augljósa hagsmuni af því að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum, Northeast Passage/Northern Sea Route. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Til viðbótar við kröfuna um yfirráð yfir Grænlandi bætast svo við ummæli Donald Trump um Kanada sem ríki í Bandaríkjunum (51. ríkið sett farm í gríni?) og svo hótanir gagnvart Panama, þ.e. að taka yfir Panama skurðinn. Þess má geta að Karl III Bretakonungur er þjóðhöfðingi Kanada. Spurning hvað Bresk stjórnvöld segja um þetta mál? Deilurnar við Panama tengjast stórveldasamkeppni því Kína sem sagt er að sé næststærsti notandi Panama skurðarins og hefur einnig fjárfest í Panama. „The rules based international order“ vs. „Might is right.“ Það vekur athygli að vegna Úkraínustríðsins hafa Bandaríkin og önnur NATO ríki talað mikið um mikilvægi þess að öll lönd virði alþjóðalög og svokallaða „rules based international order“ en nú má spyrja hvort slík sjónarmið séu fokin út í veður og vind? „Might is right.“ Sá sterki ræður, sá veiki tapar. Mikil óvissa er framundan og átakalínur að færast á norðurslóðir og nær Íslandi. Svo er spurning hvert NATO ríki eins og Danmörk og Kanada leita ef Donald Trump setur mikinn þrýsting á löndin. Reyna þau að semja eða reyna þau að mynda einhver bandalög? Svo er Panama í vanda og má sín lítils gagnvart Bandaríkjunum ef í hart fer. Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump gætu svo bent til þess að „America First policy“ feli í sér vilja til auka yfirráð þessa öflugasta stórveldis heimsins út fyrir landamæri sín í nafni frelsis, viðskipta- og þjóðaröryggishagsmuna. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Komin upp sérkennileg staða á norðurslóðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna, sem gerði kröfu til yfirráða og eignahald á Grænlandi árið 2019, hefur nú endurnýjað þessa kröfu í nafni þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er ekki alveg nýr af nálinni. Því hefur verið haldið fram að Harry S. Truman, þá forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt áhuga á að kaupa Grænland árið 1946. Kaup á landi eru ekki óþekkt í sögu Bandaríkjanna sem keyptu t.d. Alaska af Rússum, Louisiana af Frökkum og Flórída af Spáni. Danmörk og sala Grænlands? Danmörk fer með utanríkismál Grænlands fyrir hönd Grænlendinga. Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki. Forsætisráðherra Danmerkur neitaði að selja Grænland eða færa yfirráð Grænlands til Bandaríkjanna árið 2019 og gerir það einnig nú. Árið 2019 lýsti Donald Trump viðbrögðum forsætisráðherrans sem „nasty.“ Yfirvöld á Grænlandi segja að landið sé ekki til sölu. Vegna stríðsins í Úkraínu er Danmörk nú háðari Bandaríkjunum en árið 2019 og er eins og Ísland undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna. Sumir leiðtogar NATO ríkja óttast að Bandaríkin taki öryggisregnhlífina í burtu. Donald Trump hefur líka gefið í skyn að hann muni ekki koma NATO ríkum til varnar er á þau verður ráðist. Hafa verður í huga að vegna loftlagsbreytinga eru nú miklar auðlindir Grænlands, sem áður voru óaðgengilegar, að verða nýtanlegar. Líklegt er að þessar auðlindir, t.d. sjaldgæfir málmar, séu ekki síður ástæða endurnýjaðs áhuga Trump á Grænlandi, en þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða frelsi í heiminum. Þó gæti aðgangur að sjaldgæfum málmum orðið mál sem tengist þjóðaröryggi Bandaríkjanna þó það réttlæti ekki ummæli Trumps og hugsanlegar aðgerðir. Eflaust gætu Bandaríkin líka keypt málma af Grænlandi er vilji væri fyrir hendi án þess að fá yfirráð yfir landinu. NATO ríkið Danmörk er nú að auka hernaðarviðbúnað sinn á Grænlandi hugsanlega vegna yfirlýsinga verðandi forseta Bandaríkjanna, forysturíkis NATO. Danmörk hefur eins og mörg NATO ríki verið að hervæðast í kjölfar Úkraínustríðsins með vopnakaupum frá Bandaríkjunum t.d. F35 orrustuþotum. Danmörk er því háð Bandaríkjunum með viðhald, þjónustu og varahluti fyrir þessar vélar og önnur hergögn sem Danir kaupa af Bandaríkjunum. Afleiðingar Úkraínustríðsins taka sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Staða Danmerkur gagnvart Bandaríkjunum er ekki sterk. Mikilvægi norðurslóða og stórveldasamkeppnin Mikilvægi norðurslóða fer nú vaxandi vegna loftslagsbreytinga. Ekki bara vegna auðlinda heldur siglingaleiða sem eru að opnast þ.e. Northwest Passage eftir strandlengju Bandaríkjanna (Alaska), Kanada og Grænlands. Og svo Northeast Passage/Northern Sea Route eftir strandlengju Rússlands. Fyrir utan auðlindir og siglingaleiðir blandast stórveldasamkeppni ínní þetta mál. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna til að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf aðgang að öruggum siglingleiðum og hefur augljósa hagsmuni af því að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum, Northeast Passage/Northern Sea Route. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Til viðbótar við kröfuna um yfirráð yfir Grænlandi bætast svo við ummæli Donald Trump um Kanada sem ríki í Bandaríkjunum (51. ríkið sett farm í gríni?) og svo hótanir gagnvart Panama, þ.e. að taka yfir Panama skurðinn. Þess má geta að Karl III Bretakonungur er þjóðhöfðingi Kanada. Spurning hvað Bresk stjórnvöld segja um þetta mál? Deilurnar við Panama tengjast stórveldasamkeppni því Kína sem sagt er að sé næststærsti notandi Panama skurðarins og hefur einnig fjárfest í Panama. „The rules based international order“ vs. „Might is right.“ Það vekur athygli að vegna Úkraínustríðsins hafa Bandaríkin og önnur NATO ríki talað mikið um mikilvægi þess að öll lönd virði alþjóðalög og svokallaða „rules based international order“ en nú má spyrja hvort slík sjónarmið séu fokin út í veður og vind? „Might is right.“ Sá sterki ræður, sá veiki tapar. Mikil óvissa er framundan og átakalínur að færast á norðurslóðir og nær Íslandi. Svo er spurning hvert NATO ríki eins og Danmörk og Kanada leita ef Donald Trump setur mikinn þrýsting á löndin. Reyna þau að semja eða reyna þau að mynda einhver bandalög? Svo er Panama í vanda og má sín lítils gagnvart Bandaríkjunum ef í hart fer. Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump gætu svo bent til þess að „America First policy“ feli í sér vilja til auka yfirráð þessa öflugasta stórveldis heimsins út fyrir landamæri sín í nafni frelsis, viðskipta- og þjóðaröryggishagsmuna. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun