Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:07 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Nýju vínbúðarinnar, sem lögregla hafði afskipti af í gær. Vísir/vilhelm Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“ Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“
Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59