Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 12:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar er við leit. Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan hafi síðan verið við leit. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að þyrla gæslunnar og hafi hafið leit á punktinum sunnan Þorlákshafnar og ekkert fundið. Þyrlan hafi síðan stefnt á Meradali. Eftirlitsflugvélin TF-Sif hefur síðan farið í loftið og leitar suður af Þorlákshöfn. Ekki liggur fyrir frá hverjum þetta boð hafi komið. Að sögn Ásgeirs þykir líklegra að boðið hafi komið frá Þorlákshöfn, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að leita af sér allan grun á hinni staðsetningunni. Einnig var haft samband við fiskiskip á svæðinu. Ekkert vit að vera á ferðinni þarna Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að veðrið á vettvangi sé snælduvitlaust. „Það er ekkert vit í því að vera þarna á ferð. Það er bæði kalt og þá gengur á með dimmum éljum. Það er gríðarleg vindkæling. Þess vegna erum við að leggja áherslu á þessa leit því menn endast ekkert lengi í þessu, nema þeir séu þeim mun betur klæddir. En svo vitum við ekkert hvort þetta sé raunverulegt. Við erum bara leita af okkur grun,“ segir Sölvi. Einhverjir bílar eru á bílastæðum skammt frá vettvangi og hefur lögreglan verið að reyna að hafa samband við eigendur þeirra bíla. Leitin er umfangsmikil að sögn Sölva, en um fimmtíu björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Uppfært klukkan 15:42 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Um sjötíu björgunarsveitarmenn séu við leit í leiðinlegu veðri. Þá fari birtuskilyrðum ekki batnandi þegar líða tekur á daginn. Ekkert hafi fundist sem útskýri neyðarboðið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Ölfus Grindavík Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira