Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 23:35 Loftmynd af Laugardalslaug. Vísir/Vilhelm Kuldakast sem er í veðurkortunum gæti haft áhrif á sundlaugarnar yfir áramótin. Veitur biðla til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan það gengur yfir. Eftir stutta hvíld á vonskuveðri sem gerði landsmönnum lífið leitt um jólin er nú von á kuldakasti en á sunnudaginn kólnar verulega samkvæmt veðurspám. Á gamlársdag nær svo frostið tveggja stafa tölum. Þessi kuldi gæti haft töluverð áhrif á hitaveituna og mögulega fá stórnotendur minna af heitu vatni. „Ef þetta verður langt kuldakast þá er alveg við því búið að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana en það er alltaf neyðarúrræði sem við gerum það,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir starfsfólk veitna hafa sett sig í samand við stórnotendur, þar á meðal sveitafélögin vegna þessa. „Stórnotendur eru sundlaugar og baðlón og snjóbræðslukerfi í knattspyrnuvöllum öðrum slíku. Það eru þá stórnotendur sem eru á skerðanlegum taxta hjá okkur,“ segir Silja. Þannig gæti komið til þess að loka þurfi sundlaugum og baðlónum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin strax. Hún biðar til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan mesti kuldinnn gengur yfir. „Halda hitanum inni og það er kannski sérstaklega mikilvægt um áramótin þegar fólk er að fara út og inn að halda hitanum sem mest inni.“ „Kannski að sleppa því að láta renna í heitapottinn og hafa lok á heita pottinum og svo er auðvitað mikilvægt með gardínur og sófa svona beint fyrir framan ofan að leyfa hitanum svolítið að flæða frá ofnunum um rýmið. Það hitar betur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Veður Sundlaugar og baðlón Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Eftir stutta hvíld á vonskuveðri sem gerði landsmönnum lífið leitt um jólin er nú von á kuldakasti en á sunnudaginn kólnar verulega samkvæmt veðurspám. Á gamlársdag nær svo frostið tveggja stafa tölum. Þessi kuldi gæti haft töluverð áhrif á hitaveituna og mögulega fá stórnotendur minna af heitu vatni. „Ef þetta verður langt kuldakast þá er alveg við því búið að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana en það er alltaf neyðarúrræði sem við gerum það,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir starfsfólk veitna hafa sett sig í samand við stórnotendur, þar á meðal sveitafélögin vegna þessa. „Stórnotendur eru sundlaugar og baðlón og snjóbræðslukerfi í knattspyrnuvöllum öðrum slíku. Það eru þá stórnotendur sem eru á skerðanlegum taxta hjá okkur,“ segir Silja. Þannig gæti komið til þess að loka þurfi sundlaugum og baðlónum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin strax. Hún biðar til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan mesti kuldinnn gengur yfir. „Halda hitanum inni og það er kannski sérstaklega mikilvægt um áramótin þegar fólk er að fara út og inn að halda hitanum sem mest inni.“ „Kannski að sleppa því að láta renna í heitapottinn og hafa lok á heita pottinum og svo er auðvitað mikilvægt með gardínur og sófa svona beint fyrir framan ofan að leyfa hitanum svolítið að flæða frá ofnunum um rýmið. Það hitar betur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum.
Veður Sundlaugar og baðlón Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira