Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar 29. desember 2024 15:33 Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar og baðlón Suðurnesjabær Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun