Innlent

Öflug skjálfta­hrina við Reykja­nes­hrygg

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Grindavík í vetrarsólinni. 
Grindavík í vetrarsólinni.  Vísir/Vilhelm

Skjálftavirkni við Reykjaneshrygg jókst til muna í dag en nærri áttatíu jarðskjálftar hafa orðið frá því í nótt. 

Þetta staðfestir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir um að ræða tiltölulega öfluga skjálftahrinu.

„Þeir eru sæmilega öflugir, tveir yfir þrjá á stærð og svo eru einhverjir rétt undir því, bæði frá því snemma í morgun og svo seinni partinn,“ segir Böðvar í samtali við fréttastofu. Þó sé ekki hægt að spá neinu fyrir út frá skjálftunum enn sem komið er.

„Þetta eru væntalega flekahreyfingar, en ég sé ekki neinn gosóróa eins og er. “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×