Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 19:09 Maciej og fjölskylda hans. Foreldrar hans og þrettán ára systir urðu vitni að slysinu í ítalska bænum Nola. Elsta systirin bíður heimkomu fjölskyldu sinnar hér á Íslandi. úr einkasafni Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng. Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“