Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2025 22:11 Ingibjörg Gísladóttir, starfsmaður flugvallarins í Narsarsuaq. KMU Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 lentum við á Narsarsuaq-flugvelli, sem Bandaríkjaher gerði á árum síðari heimsstyrjaldar meðal annars til að hafa millilendingarstað fyrir herflugvélar á leið milli Ameríku og Íslands. En núna er fyrirhugað að honum verði lokað í apríl 2026 þegar nýr flugvöllur fyrir Suður-Grænland verður opnaður við bæinn Qaqortoq. „Þá verður þessum flugvelli lokað sem flugvelli og honum breytt í þyrluvöll,“ segir Ingibjörg Gísladóttir, starfsmaður á skrifstofu Narsarsuaq-flugvallar. Ingibjörg aðstoðar flugstjóra Mýflugs, Hallgrím Leifsson, við öflun veðurupplýsinga og gerð flugáætlunar til Íslands.KMU Ingibjörg annast meðal annars þjónustu við flugmenn á leið um völlinn. Þegar við vorum á staðnum var hún að aðstoða Hallgrím Leifsson, flugstjóra hjá Mýflugi, við undirbúning flugs til Íslands. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur ætíð verið sérstaklega kær íslenskum flugmönnum enda er hann í hjarta hinnar fornu norrænu byggðar sem Eiríkur rauði stofnaði árið 985. Bær Eiríks, Brattahlíð, er raunar talinn hafa staðið beint á móti flugvellinum hinum megin við fjörðinn. Flugbrautin í Narsarsuaq er 1.830 metra löng. Hægra megin má sjá þorpið þar sem um 150 manns búa. Fyrir innan flugvöllinn er skógi vaxinn Blómadalurinn.KMU Narsarsuaq er gjarnan síðasti viðkomustaður ferjuflugmanna og smærri flugvéla á leið frá Ameríku til Íslands. Flugvöllurinn tengist einnig flugsögu Íslendinga en margskyns verkefni á Grænlandi, oft með Narsarsuaq sem miðstöð, höfðu mikla þýðingu fyrir íslensku flugfélögin í árdaga flugsins. „Það verður mikill söknuður að þessum flugvelli, það er alveg rétt,“ segir Ingibjörg. Og ekki síst fyrir Íslendinga vegna tengsla flugvallarins við bæði landnámssögu Eiríks rauða og sögu íslensku flugfélaganna. Tvær DC 6B-flugvélar Flugfélags Íslands í Narsarsuaq árið 1968. Birkikjarr vex í hlíðunum ofan flugvallarins.Snorri Snorrason „Og ég held að mögulega fyrsta flug frá Íslandi til Grænlands hafi verið hingað, þá sennilegast í samvinnu við SAS á sínum tíma. Þannig að þetta er löng saga sem er hingað,“ segir Ingibjörg en þetta fyrsta flug íslensks flugfélags vegna verkefnis á Grænlandi gæti hafa verið árið 1949, eða fyrir 75 árum. Ingibjörg hefur starfað samfellt á Grænlandi frá árinu 2010 en tengsl hennar við land og þjóð ná þó mun lengra aftur í tímann. Um 150 manns búa í þorpinu við Narsarsuaq-flugvöll. En hvað verður um samfélagið þar þegar rekstri flugvallarins verður hætt? Flugvél Mýflugs af gerðinni Beechcraft King Air 250 við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Þorpið er hér eingöngu af því að það er flugvöllur. Þannig að sennilegast verður ekki mikið eftir, allavega ekki með heilsársbúsetu. En það getur verið að það verði einhverjir þrír fjórir hérna eftir með heilsársbúsetu. Annars verður bara eitthvað í gangi hérna á sumrin fyrir ferðamenn.“ -En hvað um þig? Hvað gerir þú? „Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör. Ég bara veit það ekki, eins og er,“ svarar Ingibjörg Gísladóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svæðið í kringum Narsarsuaq-flugvöll er skógi vaxið og eitt hið gróskumesta á Grænlandi, sem sjá má í þessari frétt frá árinu 2016: Margir Íslendingar hafa í gegnum tíðina tengst svæðinu, eins og þessi ungmenni, sem fengu þar sumarvinnu: Efasemdir eru um að Brattahlíð Eiríks rauða sé rétt staðsett, sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Flugþjóðin Icelandair Landnemarnir Seinni heimsstyrjöldin Danmörk Tengdar fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 lentum við á Narsarsuaq-flugvelli, sem Bandaríkjaher gerði á árum síðari heimsstyrjaldar meðal annars til að hafa millilendingarstað fyrir herflugvélar á leið milli Ameríku og Íslands. En núna er fyrirhugað að honum verði lokað í apríl 2026 þegar nýr flugvöllur fyrir Suður-Grænland verður opnaður við bæinn Qaqortoq. „Þá verður þessum flugvelli lokað sem flugvelli og honum breytt í þyrluvöll,“ segir Ingibjörg Gísladóttir, starfsmaður á skrifstofu Narsarsuaq-flugvallar. Ingibjörg aðstoðar flugstjóra Mýflugs, Hallgrím Leifsson, við öflun veðurupplýsinga og gerð flugáætlunar til Íslands.KMU Ingibjörg annast meðal annars þjónustu við flugmenn á leið um völlinn. Þegar við vorum á staðnum var hún að aðstoða Hallgrím Leifsson, flugstjóra hjá Mýflugi, við undirbúning flugs til Íslands. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur ætíð verið sérstaklega kær íslenskum flugmönnum enda er hann í hjarta hinnar fornu norrænu byggðar sem Eiríkur rauði stofnaði árið 985. Bær Eiríks, Brattahlíð, er raunar talinn hafa staðið beint á móti flugvellinum hinum megin við fjörðinn. Flugbrautin í Narsarsuaq er 1.830 metra löng. Hægra megin má sjá þorpið þar sem um 150 manns búa. Fyrir innan flugvöllinn er skógi vaxinn Blómadalurinn.KMU Narsarsuaq er gjarnan síðasti viðkomustaður ferjuflugmanna og smærri flugvéla á leið frá Ameríku til Íslands. Flugvöllurinn tengist einnig flugsögu Íslendinga en margskyns verkefni á Grænlandi, oft með Narsarsuaq sem miðstöð, höfðu mikla þýðingu fyrir íslensku flugfélögin í árdaga flugsins. „Það verður mikill söknuður að þessum flugvelli, það er alveg rétt,“ segir Ingibjörg. Og ekki síst fyrir Íslendinga vegna tengsla flugvallarins við bæði landnámssögu Eiríks rauða og sögu íslensku flugfélaganna. Tvær DC 6B-flugvélar Flugfélags Íslands í Narsarsuaq árið 1968. Birkikjarr vex í hlíðunum ofan flugvallarins.Snorri Snorrason „Og ég held að mögulega fyrsta flug frá Íslandi til Grænlands hafi verið hingað, þá sennilegast í samvinnu við SAS á sínum tíma. Þannig að þetta er löng saga sem er hingað,“ segir Ingibjörg en þetta fyrsta flug íslensks flugfélags vegna verkefnis á Grænlandi gæti hafa verið árið 1949, eða fyrir 75 árum. Ingibjörg hefur starfað samfellt á Grænlandi frá árinu 2010 en tengsl hennar við land og þjóð ná þó mun lengra aftur í tímann. Um 150 manns búa í þorpinu við Narsarsuaq-flugvöll. En hvað verður um samfélagið þar þegar rekstri flugvallarins verður hætt? Flugvél Mýflugs af gerðinni Beechcraft King Air 250 við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Þorpið er hér eingöngu af því að það er flugvöllur. Þannig að sennilegast verður ekki mikið eftir, allavega ekki með heilsársbúsetu. En það getur verið að það verði einhverjir þrír fjórir hérna eftir með heilsársbúsetu. Annars verður bara eitthvað í gangi hérna á sumrin fyrir ferðamenn.“ -En hvað um þig? Hvað gerir þú? „Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör. Ég bara veit það ekki, eins og er,“ svarar Ingibjörg Gísladóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svæðið í kringum Narsarsuaq-flugvöll er skógi vaxið og eitt hið gróskumesta á Grænlandi, sem sjá má í þessari frétt frá árinu 2016: Margir Íslendingar hafa í gegnum tíðina tengst svæðinu, eins og þessi ungmenni, sem fengu þar sumarvinnu: Efasemdir eru um að Brattahlíð Eiríks rauða sé rétt staðsett, sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Flugþjóðin Icelandair Landnemarnir Seinni heimsstyrjöldin Danmörk Tengdar fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00