Innlent

Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta barn ársins var drengur sem kom í heiminn á öðrum tímanum í nótt.
Fyrsta barn ársins var drengur sem kom í heiminn á öðrum tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm

Fyrsta barn ársins 2025 á Íslandi, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 1:46 í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsspítala var um að ræða dreng.

Þegar fréttastofa hafði samband við fæðingardeildir heilbrigðisstofnana á Akranesi, Akureyri, Selfossi og Reykjanesbæ á áttunda tímanum höfðu enn engin börn fæðst á hinu nýja ári.

Á nýársdegi í fyrra kom fyrsta barn ársins í heiminn klukkan 9:12 á Landspítalanum í Reykjavík, en árið 2023 kom fyrsta barn ársins tuttugu og eina mínútu yfir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×