Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 11:45 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira