Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 13:02 Töluverð svifryksmengun er árlegur fylgifiskur flugelda um áramótin. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira