Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 18:28 Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst vegna málsins. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira