„Það er krísa“ Árni Jóhannsson skrifar 2. janúar 2025 22:01 Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, er áhyggjufullur út af stöðu mála hjá liðinu sínu. Vísir/Hulda Margrét Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik. Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“ UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“
UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31