Körfubolti

EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry var brugðið við truflun Baldurs en Valur Páll hló bara.
Henry var brugðið við truflun Baldurs en Valur Páll hló bara. vísir/hulda margrét

EM í dag var tekinn upp á hóteli íslenska landsliðsins í Katowice þar sem strákarnir undirbúa sig fyrir lokaleik sinn á Eurobasket. Hann er gegn Frökkum á morgun.

Það varð ljóst eftir tapið gegn Slóveníu að Ísland væri úr leik. Leikurinn gegn Frökkum er því kveðjuleikurinn að þessu sinni og strákarnir ætla örugglega að skilja allt eftir á gólfinu í lokaleiknum.

Klippa: EM í dag #8: Baldur truflaði þáttinn

Hljóðið í landsliðsmönnum var gott í dag og strákarnir ætla að mæta með kassann úti í leikinn gegn Frökkunum.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 12.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

EM í dag: Helgin frá helvíti

Mánudagar verða ekki mikið þreyttari en þessi eftir helgina í Katowice sem verður hér eftir ekki kölluð annað en helgin frá helvíti.

EM í dag: Fimm mínútna martröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn?

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×