Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 06:45 Maðurinn lést á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli. Rangárþing eystra Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira