Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar, þar sem kemur fram að á morgun gangi í norðan 8-15, á Norður- og Austurlandi verði él eða snjókoma en bjartviðri sunnan heiða.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á mánudag sé útlit fyrir stífa norðanátt með ofankomu á Norður- og Austurlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag og mánudag:
Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Él eða snjókoma norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 3 til 12 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðan 5-10, en 10-15 með austurströndinni. Dálítil él á norðaustanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt og víða léttskýjað, en skýjað við vesturströndina. Frost 2 til 15 stig, minnst vestast á landinu.
Á föstudag:
Austlæg átt með slyddu eða rigningu sunnanlands og hita 1 til 6 stig. Úrkomulítið norðantil og minnkandi frost.