Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 22:31 Sigríður Á. Andersen er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira