Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 10:30 Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar