Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 10:45 Elvar Örn Jónsson var mættur á æfingu í Víkinni á föstudag en gat ekki tekið fullan þátt vegna meiðsla. vísir/Ívar Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen. Elvar er að jafna sig af meiðslum og hefur ekki tekið fullan þátt í fyrstu æfingum landsliðsins sem kom saman til æfinga á Íslandi fyrir þremur dögum. Hann ræddi við Vísi í Víkinni á föstudaginn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan. Klippa: Elvar Örn gæti orðið meistari í Þýskalandi Ísland byrjar HM á leik við Grænhöfðaeyjar eftir ellefu daga, fimmtudagskvöldið 16. janúar, og þá ætti Elvar að vera klár í slaginn. Hann vonast meira að segja til að geta spilað vináttulandsleikina við Svíþjóð ytra, 9. og 11. janúar. Stefnir á leikina við Svíþjóð „Það kom smávægileg tognun í rassvöðvann í næstsíðasta leiknum [með Melsungen í desember]. Ég þurfti að hætta í þeim leik og spilaði ekki síðasta leikinn. Svo kom í ljós að þetta var fyrstu gráðu tognun, sem þýðir 2-3 vikur. Vonandi verð ég kominn í bolta [í vikunni sem hófst í dag],“ sagði Elvar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég tel HM ekki vera í hættu. Ég ætla að reyna að ná þessum Svíaleikjum til að komast í gang,“ bætti hann við en fyrri leikurinn við Svía er í Kristianstad á fimmtudaginn og sá seinni í Malmö næsta laugardag. Lið Elvars komið mörgum á óvart Elvar er ekki bara lykilmaður í landsliðinu heldur einnig hjá Melsungen sem er með fjögurra stiga forskot í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Elvar ætti því að mæta fullur sjálfstrausts á HM: „Já klárlega. Okkur hefur gengið gríðarlega vel. Spilað frábærlega og komið svolítið mörgum á óvart. Mér líður mjög vel í líkamanum og kem gríðarlega klár í þetta mót.“ En er hann bjartsýnn á að landa titli í vor? „Það er erfið spurning. En það er búið að ganga mjög vel og það hefur allt gengið upp, sérstaklega á móti stóru liðunum. Við þurfum bara að taka stöðuna í mars-apríl og sjá hvar við stöndum þá.“ Gísli, Ómar og Janus gefið góða innsýn Ljóst er að Elvar yfirgefur Melsungen í sumar því hann hefur samið við Magdeburg og er spenntur fyrir komunni þangað: „Gísli og Ómar eru þarna nú þegar og það er alltaf gott að vera með Íslendinga í liðinu. Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er heimsklassaklúbbur og ég er spenntur að fara þangað og gera eitthvað gott,“ sagði Elvar sem hefur að sjálfsögðu rætt við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Janus Daða Smárason um reynslu þeirra af Melsungen: „Maður er búinn að fá innsýn í hvernig klúbburinn er og það hljómar allt mjög vel.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Tengdar fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Enski boltinn Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Sjá meira
Elvar er að jafna sig af meiðslum og hefur ekki tekið fullan þátt í fyrstu æfingum landsliðsins sem kom saman til æfinga á Íslandi fyrir þremur dögum. Hann ræddi við Vísi í Víkinni á föstudaginn og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan. Klippa: Elvar Örn gæti orðið meistari í Þýskalandi Ísland byrjar HM á leik við Grænhöfðaeyjar eftir ellefu daga, fimmtudagskvöldið 16. janúar, og þá ætti Elvar að vera klár í slaginn. Hann vonast meira að segja til að geta spilað vináttulandsleikina við Svíþjóð ytra, 9. og 11. janúar. Stefnir á leikina við Svíþjóð „Það kom smávægileg tognun í rassvöðvann í næstsíðasta leiknum [með Melsungen í desember]. Ég þurfti að hætta í þeim leik og spilaði ekki síðasta leikinn. Svo kom í ljós að þetta var fyrstu gráðu tognun, sem þýðir 2-3 vikur. Vonandi verð ég kominn í bolta [í vikunni sem hófst í dag],“ sagði Elvar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég tel HM ekki vera í hættu. Ég ætla að reyna að ná þessum Svíaleikjum til að komast í gang,“ bætti hann við en fyrri leikurinn við Svía er í Kristianstad á fimmtudaginn og sá seinni í Malmö næsta laugardag. Lið Elvars komið mörgum á óvart Elvar er ekki bara lykilmaður í landsliðinu heldur einnig hjá Melsungen sem er með fjögurra stiga forskot í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Elvar ætti því að mæta fullur sjálfstrausts á HM: „Já klárlega. Okkur hefur gengið gríðarlega vel. Spilað frábærlega og komið svolítið mörgum á óvart. Mér líður mjög vel í líkamanum og kem gríðarlega klár í þetta mót.“ En er hann bjartsýnn á að landa titli í vor? „Það er erfið spurning. En það er búið að ganga mjög vel og það hefur allt gengið upp, sérstaklega á móti stóru liðunum. Við þurfum bara að taka stöðuna í mars-apríl og sjá hvar við stöndum þá.“ Gísli, Ómar og Janus gefið góða innsýn Ljóst er að Elvar yfirgefur Melsungen í sumar því hann hefur samið við Magdeburg og er spenntur fyrir komunni þangað: „Gísli og Ómar eru þarna nú þegar og það er alltaf gott að vera með Íslendinga í liðinu. Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er heimsklassaklúbbur og ég er spenntur að fara þangað og gera eitthvað gott,“ sagði Elvar sem hefur að sjálfsögðu rætt við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon og Janus Daða Smárason um reynslu þeirra af Melsungen: „Maður er búinn að fá innsýn í hvernig klúbburinn er og það hljómar allt mjög vel.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Tengdar fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02 Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00 Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31 „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00 „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Enski boltinn Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Sjá meira
„Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4. janúar 2025 11:02
Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. 4. janúar 2025 08:00
Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Viggó Kristjánsson finnur til aukinnar ábyrgðar fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta í ljósi fjarveru lykilmannsins Ómars Inga Magnússonar. Viggó hlakkar til að sýna hvað hann getur. 3. janúar 2025 16:31
„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. 3. janúar 2025 13:00
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik