Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 12:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“ Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“
Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira