Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 12:08 Stine Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þau hafa nú bæði sagt skilið við norska handboltalandsliðið. EPA-EFE/Bo Amstrup Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við. Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við.
Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita