Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar 5. janúar 2025 15:00 Það voru eflaust mörg sem ráku upp stór augu yfir veisluatriðinu í Áramótaskaupinu þar sem persónur Pálma Gests, Kötlu Margrétar og Kristbjargar Kjeld útskýra fyrir ungum veislugesti kosti þess að nota hin ýmsu hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Mörgum kann að þykja grínið fjarstæðukennt en önnur vita að slíkar samræður verða æ algengari. Sketsinn gerði það ljóst að umræðan um hugvíkkandi efni er að brjótast fram í meginstrauminn og má um margt þakka ráðstefnunni Psychedelics as Medicine sem haldin var í Hörpu í janúar 2023. Á ráðstefnunni komu saman helstu sérfræðingar á sviði hugvíkkandi meðferða og rannsókna og kynntu sláandi niðurstöður áratugalangra rannsókna á gagnsemi hugvíkkandi meðferða. Það er löngu orðið ljóst að notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni einskorðast ekki lengur við jógaelskandi hippa og kakódrekkandi listafólk í litríkum kuflum, heldur er raunin sú sama og í áðurnefndum veisluskets - allir og amma þeirra, eru að nýta sér meðferðarmöguleika hugvíkkandi efna. Önnur ráðstefna Psychedelics as Medicine verður nú haldin í febrúar á þessu ári og er þá vel við hæfi að renna yfir helstu staðreyndir málsins, svo umræðan um hugvíkkandi meðferðir hverfist ekki aðeins um grínskets í Skaupinu heldur rati í réttan farveg, studdan af rannsóknum og vísindalegri nálgun. Staðreyndin er sú að fyrir mörgum vísindamönnum, rannsakendum og notendum eru hugvíkkandi efni framtíð geðlyfjalækninga. Saga hugvíkkandi efna lituð fordómum Sagan er uppfull af misvísandi ósannindum sem einkennast af ótta og hagsmunagæslu kapítalismans og sýnir ítrekað að hugvíkkandi efni hafa sætt miklum og óréttlátum fordómum af hendi yfirvalda og stórra lyfjafyrirtækja. Hafa þau verið ranglega flokkuð sem hættulegri og meira ávanabindandi heldur en ópíóðar, áfengi og níkótín þó svo marktækar rannsóknir í gegnum árin bendi ávallt til annars. Rannsóknir hafa einnig ítrekað sýnt fram á gríðarlega skaðsemi áfengis, níkótíns og ópíóða sem allt eru löglegir og gríðarlega ávanabindandi vímugjafar. Á 20. öld læddist forn þekking frumbyggjaþjóða á hugvíkkandi efnum inn í vísindalegar rannsóknir, einkum vegna möguleika þeirra í geðlyfjalækningum. Rannsóknir hófust þar sem hugvíkkandi efni voru skoðuð sem meðferð við geðrænum áskorunum og þær leiddu strax í ljós meðferðarmöguleika við áfallastreituröskun, meðferðarþráu þunglyndi og lífsendakvíða sem nútímarannsóknir hafa aðeins stutt við og staðfest. Ýmsar vendingar í alþjóðastjórnmálum urðu til þess að á sjöunda og áttunda áratugnum hófst hið svokallaða „stríð gegn eiturlyfjum” sem leitt var af bandarískum yfirvöldum og breiddist út um hinn vestræna heim. Þá voru hugvíkkandi efni, sem þá höfðu þegar breytt lífum heillrar kynslóðar, flokkuð sem „Schedule 1” efni - það er að segja, efni án nokkurra læknisfræðilegra notkunarmöguleika með gríðarlega mikla möguleika á alvarlegri ánetjun og fíknar. Þykir þetta umdeild flokkun sem margsinnis síðan þá hefur verið afsönnuð en reynist erfitt að draga til baka. Þessi flokkun var um margt meira pólitísk fremur en vísindalega ígrunduð ákvörðun og þjónaði sterkum hægri öflum sem vildu sporna við hippa- og andófsmenningunni sem gjarnan tengdist notkun hugvíkkandi efna. Hugvíkkandi lyf ekki eins hættuleg og áfengi, ópíóðar og nikótín Á vefsíðu bandarísku lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (FDA) er fjallað um flokka lyfja og efna sem eftirlit er með vegna misnotkunarhættu og ávanabindingar. Þessi efni eru flokkuð í fimm flokka, kallaða „schedules", byggt á læknisfræðilegri notkun, misnotkunarhættu og öryggi eða hættu á fíkn. Þannig hefur Flokkur I „enga viðurkennda læknisfræðilega notkun og mikla misnotkunarhættu” en flokkur V hefur lægsta hættustigið. Þetta flokkunarkerfi á að hjálpa til við að stjórna og hafa eftirlit með dreifingu og notkun þessara efna til að draga úr misnotkun og fíkn á sama tíma og ópíóíðafaraldurinn hefur haft fordæmalausar afleiðingar á heimsvísu. Til samanburðar við flokkun hugvíkkandi efna í Flokki I, ásamt heróíni, eru ópíóðar settir í Flokk II, með efnum eins og kókaíni og metafmetamíni. Þá eru hefðbundin SSRI-geðlyf yfirleitt flokkuð í Flokk IV en geta má að slík lyf krefjast daglegrar og oft ævilangrar notkunnar. Ofskömmtun, ofnotkun og misnotkun eru mjög algeng meðal SSRI-lyfja og fylgikvillar þeirra geta verið margvíslegir og langvarandi. Það er ljóst að viðverandi skekkja er í þessum flokkunum bandaríska lyfjaeftirlitsins, sem um margt stýrir straumum og stefnum í lyfjaeftirliti hins vestræna heims. Til samanburðar þá benda rannsóknir ítrekað til þess að hugvíkkandi efni geti veitt langvarandi bata eftir aðeins nokkur skipti í meðferð. Slíkt þóknast auðvitað ekki iðnaði sem reiðir sig á það að fólk þurfi, kaupi og noti lyf ævina út. Það er nefnilega lítill hagnaður í því að lækna fólk. Rannsóknir á undanförnum áratugum hafa einnit sýnt fram á gríðarlegan árangur og öruggan ávinning hugvíkkandi efna í meðferðarskyni. Rannsakendur hafa meðal annars leitt í ljós að MDMA-aðstoðuð meðferð veitir árangursríka losun á djúpstæðum áföllum, m.a. hjá fyrrverandi hermönnum. Notkun MDMA-meðferðar við áfallastreituröskun hefur minnkað einkenni og í sumum tilfellum nánast útrýmt þeim alveg. Þá hefur meðferð með psilocybin-sveppum boðað skjóta lækkun á þunglyndiseinkennum, jafnvel hjá notendum sem ekki hafa brugðist við hefðbundinni meðferð og rannsóknir ibogaine hafa sýnt fram á ávinning gegn ópíóða- og lyfjafíkn. Þetta eru allt merkilegar staðreyndir sem vert er að veita athygli. Ekki innantómar samsæriskenningar heldur raunverulegar staðreyndir Það er auðvelt að láta eins og við sem tölum fyrir innleiðingu hugvíkkandi meðferða í velferðarkerfið okkar, sitjum öll á jógamottum með kakóbolla og álpappírshatta kyrjandi möntrur og étandi trjónupeðla. Það er auðvelt að hlæja að fáranleika þess að allskonar fólk sé nú að neyta MDMA og ayahuasca við hinum ýmsu kvillum lífsins og það er ógeðslega fyndið að heyra Kristbjörgu Kjeld tala um ketamín. En það sem er ekki fyndið, eru fordómarnir, bannhelgin og sú staðreynd að lækningunni er haldið frá okkur vegna gamalgróinna fordóma sem löngu er búið að afsanna á meðan þingmenn þræta um áfengissölu í matvöruverslunum svo árum skiptir. Það sem er ekki fyndið er ríkisstjórn sem lofar niðurgreiddri sálfræðiþjónustu til þjóðarinnar í miðjum heimsfaraldri en stendur aldrei við loforð sitt og gerir stærð neysluskammta að þrætuepli án ávinnings eða árangurs. Það sem er ekki fyndið er ópíóðafaraldurinn sem skekur þjóðina jafnt og alþjóðasamfélagið, og svo virðist sem veiting veiðileyfa á saklausum hvölum í hagnaðarskyni eins manns séu mikilvægari en bætt heilsa þjóðarinnar. Tímamót í geðlyfjalækningum yfirvofandi Það er nokkuð ljóst að við stöndum á tímamótum hugvíkkandi endurreisnarinnar. Það er orðið löngu tímabært að endurskoða flokkun hugvíkkandi efna og endurheimta þau inn í velferðarkerfi okkar og meðferðarúrræði. Sé alþjóðasamfélagið reiðubúið að horfa framhjá skæðum hræðsluáróðri undanfarinna áratuga, liggur í augum uppi að hugvíkkandi meðferðir geta leitt af sér löngu tímabæra byltingu í nútíma geðlæknisfræði. Þegar öllu er á botninn hvolft er spurningin aðeins sú, á hvaða forsendum er heimurinn tilbúinn að viðhalda löglegri dreifingu ópíóða og áfengis, en halda hugvíkkandi meðferðum frá mannkyninu sem þarf svo sárlega á því að halda? Við heyrum aldrei minnst á ketamín-faraldur. Við heyrum ekki fréttir af íslenskum ungmennum eyðileggja í sér tannholdið með sveppaneyslu. Dagbók lögreglu minnist sjaldan ef aldrei á fólk undir áhrifum hugvíkkandi efna sem beitir ofbeldi, fremur rán eða verður sér að voða. Meðferðarúrræði þessa lands eru ekki að fyllast af fólki sem ánetjast ayahuasca, LSD eða MDMA. Faraldurinn er ópíóðar, nikótínið, áfengið og áföllin sem við fáum aldrei varanlega lausn við, sé hugvíkkandi meðferðum haldið utan lagalegs ramma lýðræðisins. Komdu með í veisluna! Lesendur halda eflaust flest að veisluatriðið umtalaða hafi verið stórlega ýkt og til þess fallið að kasta rýrð á meðferðarmöguleika hugvíkkandi efna sem lengi hafa verið uppnefnd eiturlyf og dóp. Staðreyndin er hinsvegar sú að þú lesandi góður, þekkir mörg sem hafa nýtt sér slík úrræði, þó ólögleg séu. Málsmetandi fólk úr öllum áttum, geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, þekktir einstaklingar, stjórnmálafólk og venjulegt fólk í samfélaginu hafa mörg hver sótt slíkar meðferðir og pukrast með ávinninginn í laumi innan ákveðinna kreðsa sem þekkja þennan lækningarmátt á eigin skinni. Hugvíkkandi efni eru framtíðin í geðlyfjalækningum. Þetta er alveg fyndið djók að allir og amma þeirra séu á sveppum og ketamíni en þessi efni bókstaflega breyta lífi fólks og langoftast til hins betra. Er þá ekki löngu kominn tími til að bjóða Íslendingum í þessa veislu og opna á möguleika þess sem innihaldsríkara líf hefur upp á að bjóða? Við Kristbjörg Kjeld erum allaveganna sammála um það. Höfundur er annar eigenda Eden Foundation og ráðstefnustjóri Psychedelics as Medicine. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Það voru eflaust mörg sem ráku upp stór augu yfir veisluatriðinu í Áramótaskaupinu þar sem persónur Pálma Gests, Kötlu Margrétar og Kristbjargar Kjeld útskýra fyrir ungum veislugesti kosti þess að nota hin ýmsu hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Mörgum kann að þykja grínið fjarstæðukennt en önnur vita að slíkar samræður verða æ algengari. Sketsinn gerði það ljóst að umræðan um hugvíkkandi efni er að brjótast fram í meginstrauminn og má um margt þakka ráðstefnunni Psychedelics as Medicine sem haldin var í Hörpu í janúar 2023. Á ráðstefnunni komu saman helstu sérfræðingar á sviði hugvíkkandi meðferða og rannsókna og kynntu sláandi niðurstöður áratugalangra rannsókna á gagnsemi hugvíkkandi meðferða. Það er löngu orðið ljóst að notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni einskorðast ekki lengur við jógaelskandi hippa og kakódrekkandi listafólk í litríkum kuflum, heldur er raunin sú sama og í áðurnefndum veisluskets - allir og amma þeirra, eru að nýta sér meðferðarmöguleika hugvíkkandi efna. Önnur ráðstefna Psychedelics as Medicine verður nú haldin í febrúar á þessu ári og er þá vel við hæfi að renna yfir helstu staðreyndir málsins, svo umræðan um hugvíkkandi meðferðir hverfist ekki aðeins um grínskets í Skaupinu heldur rati í réttan farveg, studdan af rannsóknum og vísindalegri nálgun. Staðreyndin er sú að fyrir mörgum vísindamönnum, rannsakendum og notendum eru hugvíkkandi efni framtíð geðlyfjalækninga. Saga hugvíkkandi efna lituð fordómum Sagan er uppfull af misvísandi ósannindum sem einkennast af ótta og hagsmunagæslu kapítalismans og sýnir ítrekað að hugvíkkandi efni hafa sætt miklum og óréttlátum fordómum af hendi yfirvalda og stórra lyfjafyrirtækja. Hafa þau verið ranglega flokkuð sem hættulegri og meira ávanabindandi heldur en ópíóðar, áfengi og níkótín þó svo marktækar rannsóknir í gegnum árin bendi ávallt til annars. Rannsóknir hafa einnig ítrekað sýnt fram á gríðarlega skaðsemi áfengis, níkótíns og ópíóða sem allt eru löglegir og gríðarlega ávanabindandi vímugjafar. Á 20. öld læddist forn þekking frumbyggjaþjóða á hugvíkkandi efnum inn í vísindalegar rannsóknir, einkum vegna möguleika þeirra í geðlyfjalækningum. Rannsóknir hófust þar sem hugvíkkandi efni voru skoðuð sem meðferð við geðrænum áskorunum og þær leiddu strax í ljós meðferðarmöguleika við áfallastreituröskun, meðferðarþráu þunglyndi og lífsendakvíða sem nútímarannsóknir hafa aðeins stutt við og staðfest. Ýmsar vendingar í alþjóðastjórnmálum urðu til þess að á sjöunda og áttunda áratugnum hófst hið svokallaða „stríð gegn eiturlyfjum” sem leitt var af bandarískum yfirvöldum og breiddist út um hinn vestræna heim. Þá voru hugvíkkandi efni, sem þá höfðu þegar breytt lífum heillrar kynslóðar, flokkuð sem „Schedule 1” efni - það er að segja, efni án nokkurra læknisfræðilegra notkunarmöguleika með gríðarlega mikla möguleika á alvarlegri ánetjun og fíknar. Þykir þetta umdeild flokkun sem margsinnis síðan þá hefur verið afsönnuð en reynist erfitt að draga til baka. Þessi flokkun var um margt meira pólitísk fremur en vísindalega ígrunduð ákvörðun og þjónaði sterkum hægri öflum sem vildu sporna við hippa- og andófsmenningunni sem gjarnan tengdist notkun hugvíkkandi efna. Hugvíkkandi lyf ekki eins hættuleg og áfengi, ópíóðar og nikótín Á vefsíðu bandarísku lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (FDA) er fjallað um flokka lyfja og efna sem eftirlit er með vegna misnotkunarhættu og ávanabindingar. Þessi efni eru flokkuð í fimm flokka, kallaða „schedules", byggt á læknisfræðilegri notkun, misnotkunarhættu og öryggi eða hættu á fíkn. Þannig hefur Flokkur I „enga viðurkennda læknisfræðilega notkun og mikla misnotkunarhættu” en flokkur V hefur lægsta hættustigið. Þetta flokkunarkerfi á að hjálpa til við að stjórna og hafa eftirlit með dreifingu og notkun þessara efna til að draga úr misnotkun og fíkn á sama tíma og ópíóíðafaraldurinn hefur haft fordæmalausar afleiðingar á heimsvísu. Til samanburðar við flokkun hugvíkkandi efna í Flokki I, ásamt heróíni, eru ópíóðar settir í Flokk II, með efnum eins og kókaíni og metafmetamíni. Þá eru hefðbundin SSRI-geðlyf yfirleitt flokkuð í Flokk IV en geta má að slík lyf krefjast daglegrar og oft ævilangrar notkunnar. Ofskömmtun, ofnotkun og misnotkun eru mjög algeng meðal SSRI-lyfja og fylgikvillar þeirra geta verið margvíslegir og langvarandi. Það er ljóst að viðverandi skekkja er í þessum flokkunum bandaríska lyfjaeftirlitsins, sem um margt stýrir straumum og stefnum í lyfjaeftirliti hins vestræna heims. Til samanburðar þá benda rannsóknir ítrekað til þess að hugvíkkandi efni geti veitt langvarandi bata eftir aðeins nokkur skipti í meðferð. Slíkt þóknast auðvitað ekki iðnaði sem reiðir sig á það að fólk þurfi, kaupi og noti lyf ævina út. Það er nefnilega lítill hagnaður í því að lækna fólk. Rannsóknir á undanförnum áratugum hafa einnit sýnt fram á gríðarlegan árangur og öruggan ávinning hugvíkkandi efna í meðferðarskyni. Rannsakendur hafa meðal annars leitt í ljós að MDMA-aðstoðuð meðferð veitir árangursríka losun á djúpstæðum áföllum, m.a. hjá fyrrverandi hermönnum. Notkun MDMA-meðferðar við áfallastreituröskun hefur minnkað einkenni og í sumum tilfellum nánast útrýmt þeim alveg. Þá hefur meðferð með psilocybin-sveppum boðað skjóta lækkun á þunglyndiseinkennum, jafnvel hjá notendum sem ekki hafa brugðist við hefðbundinni meðferð og rannsóknir ibogaine hafa sýnt fram á ávinning gegn ópíóða- og lyfjafíkn. Þetta eru allt merkilegar staðreyndir sem vert er að veita athygli. Ekki innantómar samsæriskenningar heldur raunverulegar staðreyndir Það er auðvelt að láta eins og við sem tölum fyrir innleiðingu hugvíkkandi meðferða í velferðarkerfið okkar, sitjum öll á jógamottum með kakóbolla og álpappírshatta kyrjandi möntrur og étandi trjónupeðla. Það er auðvelt að hlæja að fáranleika þess að allskonar fólk sé nú að neyta MDMA og ayahuasca við hinum ýmsu kvillum lífsins og það er ógeðslega fyndið að heyra Kristbjörgu Kjeld tala um ketamín. En það sem er ekki fyndið, eru fordómarnir, bannhelgin og sú staðreynd að lækningunni er haldið frá okkur vegna gamalgróinna fordóma sem löngu er búið að afsanna á meðan þingmenn þræta um áfengissölu í matvöruverslunum svo árum skiptir. Það sem er ekki fyndið er ríkisstjórn sem lofar niðurgreiddri sálfræðiþjónustu til þjóðarinnar í miðjum heimsfaraldri en stendur aldrei við loforð sitt og gerir stærð neysluskammta að þrætuepli án ávinnings eða árangurs. Það sem er ekki fyndið er ópíóðafaraldurinn sem skekur þjóðina jafnt og alþjóðasamfélagið, og svo virðist sem veiting veiðileyfa á saklausum hvölum í hagnaðarskyni eins manns séu mikilvægari en bætt heilsa þjóðarinnar. Tímamót í geðlyfjalækningum yfirvofandi Það er nokkuð ljóst að við stöndum á tímamótum hugvíkkandi endurreisnarinnar. Það er orðið löngu tímabært að endurskoða flokkun hugvíkkandi efna og endurheimta þau inn í velferðarkerfi okkar og meðferðarúrræði. Sé alþjóðasamfélagið reiðubúið að horfa framhjá skæðum hræðsluáróðri undanfarinna áratuga, liggur í augum uppi að hugvíkkandi meðferðir geta leitt af sér löngu tímabæra byltingu í nútíma geðlæknisfræði. Þegar öllu er á botninn hvolft er spurningin aðeins sú, á hvaða forsendum er heimurinn tilbúinn að viðhalda löglegri dreifingu ópíóða og áfengis, en halda hugvíkkandi meðferðum frá mannkyninu sem þarf svo sárlega á því að halda? Við heyrum aldrei minnst á ketamín-faraldur. Við heyrum ekki fréttir af íslenskum ungmennum eyðileggja í sér tannholdið með sveppaneyslu. Dagbók lögreglu minnist sjaldan ef aldrei á fólk undir áhrifum hugvíkkandi efna sem beitir ofbeldi, fremur rán eða verður sér að voða. Meðferðarúrræði þessa lands eru ekki að fyllast af fólki sem ánetjast ayahuasca, LSD eða MDMA. Faraldurinn er ópíóðar, nikótínið, áfengið og áföllin sem við fáum aldrei varanlega lausn við, sé hugvíkkandi meðferðum haldið utan lagalegs ramma lýðræðisins. Komdu með í veisluna! Lesendur halda eflaust flest að veisluatriðið umtalaða hafi verið stórlega ýkt og til þess fallið að kasta rýrð á meðferðarmöguleika hugvíkkandi efna sem lengi hafa verið uppnefnd eiturlyf og dóp. Staðreyndin er hinsvegar sú að þú lesandi góður, þekkir mörg sem hafa nýtt sér slík úrræði, þó ólögleg séu. Málsmetandi fólk úr öllum áttum, geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, þekktir einstaklingar, stjórnmálafólk og venjulegt fólk í samfélaginu hafa mörg hver sótt slíkar meðferðir og pukrast með ávinninginn í laumi innan ákveðinna kreðsa sem þekkja þennan lækningarmátt á eigin skinni. Hugvíkkandi efni eru framtíðin í geðlyfjalækningum. Þetta er alveg fyndið djók að allir og amma þeirra séu á sveppum og ketamíni en þessi efni bókstaflega breyta lífi fólks og langoftast til hins betra. Er þá ekki löngu kominn tími til að bjóða Íslendingum í þessa veislu og opna á möguleika þess sem innihaldsríkara líf hefur upp á að bjóða? Við Kristbjörg Kjeld erum allaveganna sammála um það. Höfundur er annar eigenda Eden Foundation og ráðstefnustjóri Psychedelics as Medicine.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun